Lífið

Óskarsvaktin 2022

Elísabet Hanna, Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Dóra Júlía og Elísabet Hanna eru með ykkur á vaktinni í nótt.
Dóra Júlía og Elísabet Hanna eru með ykkur á vaktinni í nótt. Vísir/Hulda Margrét.

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 

Þetta er í nítugasta og fjórða skipti sem hátíðin verður haldin og er spennan gríðarleg. Stjörnurnar eru spenntar fyrir því að mæta á rauða dregilinn eftir faraldurinn og eru allir tilbúnir að fagna þeim frábæru kvikmyndum sem hafa verið gerðar síðustu mánuði. Það er aldrei að vita hver fer heim í lok kvöldsins með gullstyttu og titilinn óskarsveðlaunahafi svo fylgist með því allt getur gerst.


Tengdar fréttir

Hita upp fyrir Óskarinn

Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim.

Beyoncé tilnefnd til Óskarsins - Allar tilnefningarnar

Tilnefningar til Óskarsins voru gefnar út í dag og sáu þau Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan um að kynna þær. Hátíðin mun fara fram þann 27. mars og var spennan fyrir tilnefningunum gríðarlega sérstaklega þar sem Íslendingar áttu möguleika á tilnefningu fyrir Dýrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×