Lífið

Talaði um Ísland á rauða dreglinum: „Það var ískalt“

Elísabet Hanna skrifar
Wesley Snipes, Rosie Perez og Woody Harrelson sem voru öll saman í White man can't jump sameinuðust á hátíðinni til þess að veita verðlaun.
Wesley Snipes, Rosie Perez og Woody Harrelson sem voru öll saman í White man can't jump sameinuðust á hátíðinni til þess að veita verðlaun. Getty/Neilson Barnard

Leikkonan Rosie Perez nýtti viðtal á rauða dreglinum á Óskarsverðlaununum í það að lofsama Ísland. Hún var stödd hér við tökur í lok síðasta árs. 

Rosie er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í White man can't jump sem hún ræðir einnig í viðtalinu en nýverið er hún búin að leika í þáttunum The Flight attendant. Leikkonan var stödd hérlendis í tökum fyrir þættina ásamt samstarfskonu sinni Kaley Cuoco.

„Það var ískalt en mér er vel við kuldann,“

sagði hún um Ísland eftir að hafa sagt að ferðin hafi verið frábær.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×