Fótbolti

Albert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson gæti leikið sinn þrítugasta landsleik á morgun.
Albert Guðmundsson gæti leikið sinn þrítugasta landsleik á morgun. vísir/Hulda Margrét

Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun.

Albert gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Finnlandi á laugardaginn vegna veikinda en góðar líkur eru á því að hann geti spilað gegn Spáni á morgun.

Á blaðamannafundi í dag greindi Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari frá því að Albert hefði æft í gær og í dag og yrði líklega með í leiknum á Riazor annað kvöld.

Andri Lucas Guðjohnsen er að glíma við meiðsli eftir að hafa fengið högg á æfingu með varaliði Real Madrid. Arnar sagði að líklega yrði engin áhætta tekin með hann.

Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×