Lífið

Hlátur og grátur í frumsýningarpartýi Fyrsta bliksins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þættirnir Fyrsta blikið eru mannlífsþættir þar sem áhorfendur fá smá innsýn í leit einstaklinga að ástinni. Þátttakendur eru á mjög breiðu aldursbili.
Þættirnir Fyrsta blikið eru mannlífsþættir þar sem áhorfendur fá smá innsýn í leit einstaklinga að ástinni. Þátttakendur eru á mjög breiðu aldursbili. Vísir/Rakel Rún

Fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð af Fyrsta blikinu verður sýndur á Stöð 2 klukkan 18:55. Ása Ninna Pétursdóttir þáttastjórnandi hélt viðburð á Sjálandi þar sem aðstandendur þáttanna og vinir og fjölskylda fengu forskot á sæluna. 

Undirrituð getur vottað að ástin var svo sannarlega í loftinu í veislusalnunm Sjálandi í Garðabæ þetta kvöld, sem skreyttur var með rauðum rósum, rauðum Fyrsta bliks kokteilum og rómantískri lýsingu. Það var bæði hlegið og grátið yfir fyrsta þættinum, enda ekki annað hægt en að hrífast með þessum yndislegu sjarmatröllum sem þorðu að stíga skrefið að fara á stefnumót fyrir framan myndavélar. 

Sextán pör taka þátt í þessari þáttaröð og verða þættirnir sýndir alla föstudaga á Stöð 2 að loknum fréttum og fara samhliða því á Stöð 2+ efnisveituna. Lúðvík Páll Lúðvíksson er framleiðandi þáttanna.

Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún

Fleiri myndir má sjá í albúminu hér fyrir neðan.

Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún
Vísir/Rakel Rún





Fleiri fréttir

Sjá meira


×