Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:08 Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir samhug ríkja hjá íbúum Grenivíkur. Vísir/Tryggvi Páll Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“ Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Slökkvilið Akureyrar og Grenivíkur fengu útkall laust eftir klukkan þrjú gær vegna eldsvoða í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík. Í fyrstu leit brunavettvangur mun verr út en hann síðar reyndist vera því starfsfólk verksmiðjunnar var að vinna með leysiefnið hreinsað bensín sem olli því að mikill svartur reykur breiddist hratt út. Rætt var við Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Eins og mér skilst þá er þetta hreinsað bensín sem er mjög rokgjarnt og fljótt að brenna upp og það kom fljótlega í ljós að þeir náðu tök á eldinum og voru byrjaðir að reykræsa húsið og leita af sér allan grun þarna inni.“ Þorkell Pálsson, slökkviliðsstjóri á Grenivík segir í samtali við fréttastofu að hin slösuðu, karl og kona, hafi komist út úr verksmiðjunni af sjálfsdáðum. Gunnar Rúnar segir að í ljósi þess hversu vel og hratt slökkviliðinu á Grenivík tókst að ráða niðurlögum eldsins hafi útkallið fyrst og fremst snúist um að hlúa að hinum slösuðu. „Sjúklingarnir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og síðan fljótlega eftir það með sjúkraflugi Mýflugs til Reykjavíkur með tveimur flugvélum.“ Slökkviliðið afhenti lögreglu brunavettvang strax um kvöldmatarleytið en í dag von á tæknideild lögreglunnar til að rannsaka tildrög brunans. Ekki er vitað um líðan fólksins en ljóst er að meiðslin sem það hlaut eru alvarleg. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir bæjarbúa slegna en á sama tíma þakkláta viðbragðsaðilum. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fólkinu, hjá hinum slösuðu, starfsfólki fyrirtækisins og aðstandendum.“ Fyrirtækið Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu meðal annars á snyrtivörum og er nokkuð stór vinnuveitandi í bænum. „Fólki er brugðið en það er mikill samhugur. Við erum að vinna í þessu. Það kom fólk frá Rauða krossinum út eftir í gærkvöldi í áfallahjálp og verður væntanlega aftur í dag. Við reynum að hlúa að fólkinu eins og við getum.“
Slökkvilið Sjúkraflutningar Sjúkrahúsið á Akureyri Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19