Sara með rúmar tvær og hálfa milljón króna í mánaðarlaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2022 10:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er launahæst íslenskra fótboltakvenna. getty/Giorgio Perottino Aðeins fimmtán leikmenn í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru með hærri laun en Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon og fyrirliði íslenska landsliðsins. Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun. Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Samkvæmt úttekt L´Équipe er Sara 16. launahæsti leikmaður frönsku deildarinnar ásamt samherja sínum hjá Lyon, Eugénie Le Sommer, og Marie-Antoinette Katoto, leikmanni Paris Saint-Germain. Í úttekt L´Équipe kemur fram að Sara sé með um átján þúsund evrur í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 2,5 milljónir íslenskra króna. Tólf leikmenn Lyon eru með hærri mánaðarlaun en Sara. Lyon og PSG eru langbestu og stærstu liðin í Frakklandi og það sést á listanum yfir launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar. Tuttugu efstu á launalistanum koma frá Lyon og PSG, fjórtán frá fyrrnefnda liðinu og sex frá því síðarnefnda. Wendie Renard, fyrirliði Lyon, og Kadidiatou Diani, leikmaður PSG, eru launahæstar í frönsku deildinni með 37 þúsund evrur í mánaðarlaun hvor. Norska markadrottningin Ada Hegerberg hjá Lyon kemur næst með 35 þúsund evrur í laun á mánuði. Tuttugu launahæstu leikmenn frönsku deildarinnar samkvæmt L'Équipe Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur Eftir rúmlega árs fjarveru vegna barneigna sneri Sara aftur á völlinn þegar Lyon vann Dijon, 0-3, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Lyon er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Sara og stöllur hennar sækja Juventus heim í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Langt frá körlunum Þótt Sara leiki með einu besta, ef ekki besta, kvennaliði í heimi eru laun hennar langt frá því að vera sambærileg við launahæstu atvinnumenn Íslands. Ef marka má úttekt L'Équipe eru árslaun Söru rúmlega 31 milljón króna. Til samanburðar voru árslaun Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton í fyrra um 750 milljónir króna, þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á þessu tímabili vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, var næstlaunahæstur íslenskra atvinnumanna með fimm hundruð milljónir króna í árslaun.
Kadidiatou Diani (PSG) - 37.000 evrur Wendie Renard (Lyon) - 37.000 evrur Ada Hegerberg (Lyon) - 35.000 evrur Amel Majri (Lyon) - 32.000 evrur Delphine Cascarino (Lyon) - 30.000 evrur Griedge Mbock Bathy (Lyon) - 28.000 evrur Grace Geyoro (PSG) - 26.000 evrur Sakina Karchaoui (PSG) - 25.000 evrur Dzsenifer Marozsán (Lyon) - 25.000 evrur Amandine Henry (Lyon) - 23.000 evrur Kadeisha Buchanan (Lyon) - 23.000 evrur Daniëlle van de Donk (Lyon) - 20.000 evrur Christine Endler (Lyon) - 19.000 evrur Lindsey Horan (Lyon) - 19.000 evrur Catarina Macario (Lyon) - 19.000 evrur Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon) - 18.000 evrur Eugénie Le Sommer (Lyon) - 18.000 evrur Marie-Antoinette Katoto (PSG) - 18.000 evrur Keira Hamraoui (PSG) - 17.000 evrur Ashley Lawrence (PSG) - 15.000 evrur
Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira