Tryggingafélagi gert að bæta Vegagerðinni tjón á vegi eftir að ekið var á kind Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2022 14:46 Frá Skagafirði. Slysið varð á F-vegi í Skagafirði þann 6. ágúst 2019 og lak þar olía úr bílnum á veginn eftir að ekið hafði verið á kind. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Sjóvá til að greiða Vegagerðinni um 173 þúsund krónur vegna tjóns á vegi sem varð í kjölfar bílslyss í Skagafirði. Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað. Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Deilt var um hvort að Sjóvá bæri að bæta Vegagerðinni tjón á þjóðvegi sem bíll, sem Sjóvá tryggði, olli í ágúst 2019. Bílnum hafði þar verið ekið á kind sem drapst, en við áreksturinn varð tjón á bílnum með þeim afleiðingum að olía lak úr bílnum og á veginn. Í dómnum segir að lögregla hafi óskað aðstoðar slökkviliðs við að hreinsa olíuna upp af veginum, en olía lak á veginn á fleiri en einum stað. Maðurinn sem átti bílinn var tryggður hjá Sjóvá. Grípa þurfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að mengun bærist út í umhverfið og hafði ákveðið að kalla til þar til bæra aðilar til þess að sjá um þrif á vettvangi. Sveitarfélagið Skagafjörður sendi Vegagerðinni svo reikning vegna hreinsunarinnar upp á rúmar 173 þúsund krónur, en Vegagerðin krafði Sjóvá svo um kostnaðinn með reikningi í desember 2019. Hafnaði að greiða reikninginn Sjóvá hafnaði þremur mánuðum síðan að greiða reikninginn með tölvupósti, sagði hreinsunarskylduna hvíla á Vegagerðinni, óháð því hver hefði séð um verkið og gæti því ekki komist hjá því að bera kostnaðinn. Vildi Sjóvá meina að skaðabótakrafa Vegagerðarinnar væri vegna almenns fjártjóns, en ekki munatjóns, og falli því ekki undir hlutlæga ábyrgðarreglu umferðarlaga. Það var hins vegar niðurstaða dómsins að tjón Vegagerðarinnar sem sem fólst í kostnaði við að hreinsa olíu og brak af þjóðveginum sé í raun munatjón. Á meðan olían væri á veginum sé hann skemmdur, ónothæfur, geti ekki gegnt hlutverki sínu þannig að vegfarendur séu öruggir. „Til þess að bæta úr þarf að hreinsa veginn. Kostnaður af því telst munatjón.“ Það falli því undir hlutlæga bótareglu umferðarlaga og þar sem bíllinn sem olli tjóninu sé tryggð hjá Sjóvá, bæri Sjóvá að bæta Vegagerðinni tjónið. Auk þess að greiða Vegagerðinni 173.577 krónur með dráttarvöxtum vegna hreinsunarinnar þá er Sjóvá einnig gert að greiða Vegagerðinni 700 þúsund krónur í málskostnað.
Tryggingar Dómsmál Skagafjörður Vegagerð Dýr Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira