Lífið

Benni­fer með auga­stað á 6,5 milljarða króna ástar­hreiðri

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Það er óhætt að segja að Bennifer sé eitt allra heitasta parið í Hollywood um þessar mundir.
Það er óhætt að segja að Bennifer sé eitt allra heitasta parið í Hollywood um þessar mundir. Getty/Stephane Cardinale - Corbis

Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi.

Um er að ræða tæplega tvö þúsund fermetra villu á þremur hæðum sem staðsett er í hinu víðfræga Bel Air hverfi í Los Angeles. 

Í villunni eru tíu rúmgóð svefnherbergi, sautján baðherbergi og fjögur eldhús. Það ætti því að vera nóg pláss fyrir fjölskylduna, en samanlagt eiga þau fimm börn.

Villan inniheldur einnig bíósal, líkamsrækt og vínkjallara, ásamt risastórum bakgarði með gestahúsi. Húsið var byggt árið 1930 og var teiknað af arkítektinum Paul Williams.

„Þetta er ekki kósý, þú týnist bara í einhverri álmu!“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir málið í Brennslutei vikunnar á FM957.

Hér má sjá skjáskot af auglýsingu fasteignarinnar. Upphaflega voru settar 65 milljónir dollara á eignina en talið er að parið hafi „aðeins“ boðið 55 milljónir dollara.

Hér má sjá fleiri myndir af kotinu.

Affleck og Lopez, eða Bennifer eins og þau eru gjarnan kölluð, voru par á árunum 2002-2004 og voru um tíma trúlofuð. Það vakti því mikla athygli þegar þau fóru að stinga saman nefjum aftur á síðasta ári.

Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni.


Tengdar fréttir

Bennifer saman á rauða dreglinum á ný

Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.