Lífið

Bennifer saman á rauða dreglinum á ný

Samúel Karl Ólason skrifar
Ben Affleck og Jennifer Lopez í Feneyjum.
Ben Affleck og Jennifer Lopez í Feneyjum. AP/Joel C Ryan

Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur.

Kvikmyndin The Last Duel var frumsýnd í Feneyjum í gærkvöldi og fyrir frumsýninguna stigu þau Affleck (49) og Lopez (52) í fyrsta sinn fyrir framan myndavélarnar saman.

Samkvæmt AP fréttaveitunni byrjuðu þau að hittast aftur í maí um sautján árum eftir að þau slitu samvistum árið 2004. Lopez skildi nýverið við Alex Rodriguez og Affleck skildi við Jennifer Garner árið 2018.

Í daglegu tali hefur parið verið kallað Bennifer. Fjölmargar myndir af þeim saman hafa verið birtar í sumar. Þau hafa meðal annars verið mynduð á snekkju undan ströndum Saint-Tropez, á göngu í Hamptons og í Malibu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.