Theodóra leiðir lista Viðreisnar í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2022 09:48 Listinn var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Aðsend Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mun leiða lista Viðreisnar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Listinn var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Í tilkynningu segir að Einar Örn Þorvarðarson bæjarfulltrúi skipi annað sæti listans og Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari það þriðja. „Viðreisn hefur skýra framtíðarsýn um uppbyggingu skilvirkrar og stafrænnar þjónustu fyrir íbúa Kópavogsbæjar, sér fjölmörg tækifæri til að treysta fjárhag bæjarins, efla enn frekar skólaþróun og lýðheilsu og vill að börn fái hollan og góðan mat í skólanum sínum án endurgjalds. Sóknarfæri næstu fjögurra ára við að gera Kópavog að vistvænu og heilsueflandi bæjarfélagi eru gríðarleg. Viðamikil skipulagsmál munu einkenna kjörtímabilið og verður að vanda til verka, bæði hvað varðar þéttingu byggðar og uppbyggingu nýrra hverfa til að tryggja að til verði sjálfbærir hverfiskjarnar þar sem hlúð er að vellíðan íbúa og blómstrandi þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Theodóru að hún vilji gjarnan leiða þau verkefni sem framundan séu því reynsla hennar og þekking, meðal annars af því að koma á samtali og samráði við íbúa hafi reynst vel, ekki síst til að tryggja sátt og samvinnu. „Öll stór mál varða ákvarðanir um hagsmuni og nærumhverfi fólks og kjörnir fulltrúar geti eingöngu öðlast skilning á þeim hagsmunum með því að hlusta. Þess vegna ætti íbúasamráð alltaf að vera fyrsta skrefið í allri ákvarðanatöku,“ segir Theodóra. Listi Viðreisnar í Kópavogi er eftirfarandi: Theodóra S Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Einar Örn Þorvarðarson bæjarfulltrúi Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari Kristján Ingi Gunnarsson markaðssérfræðingur María Ellen Steingrimsdottir lögfræðingur Leó Petursson, vallarstjóri/handboltamaður Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, stjórnmálafræðingur Andrés Pétursson, stjórnandi Nordplus Soumia I Georgsdóttir atvinnurekandi Elvar Helgason viðskiptafræðingur Telma Huld Ragnarsdóttir læknir Ásgeir Þór Jónsson kokkur Auður C Sigrúnardóttir, MA klínísk sálfræði/jógakennari Andri Már Eggertsson, starfsmaður leikskóla/íþróttafréttamaður Sóley Eiríksdóttir sagnfræðingur Arnar Þórðarson pípulagnaingarmaður Sylvía Rós Arnarsdóttir nemi Bergþór Skúlason tölvunarfræðingur Þóra S. Þorgeirsdóttir skrifstofufullrúi Tryggvi Magnús Þórðarson verkfræðingur Anna Þorbjörg Toher, BA List- og ferðamálafræði Sigvaldi Einarsson, fyrsti formaður Viðreisnar í Kópavogi Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Í tilkynningu segir að Einar Örn Þorvarðarson bæjarfulltrúi skipi annað sæti listans og Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari það þriðja. „Viðreisn hefur skýra framtíðarsýn um uppbyggingu skilvirkrar og stafrænnar þjónustu fyrir íbúa Kópavogsbæjar, sér fjölmörg tækifæri til að treysta fjárhag bæjarins, efla enn frekar skólaþróun og lýðheilsu og vill að börn fái hollan og góðan mat í skólanum sínum án endurgjalds. Sóknarfæri næstu fjögurra ára við að gera Kópavog að vistvænu og heilsueflandi bæjarfélagi eru gríðarleg. Viðamikil skipulagsmál munu einkenna kjörtímabilið og verður að vanda til verka, bæði hvað varðar þéttingu byggðar og uppbyggingu nýrra hverfa til að tryggja að til verði sjálfbærir hverfiskjarnar þar sem hlúð er að vellíðan íbúa og blómstrandi þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Theodóru að hún vilji gjarnan leiða þau verkefni sem framundan séu því reynsla hennar og þekking, meðal annars af því að koma á samtali og samráði við íbúa hafi reynst vel, ekki síst til að tryggja sátt og samvinnu. „Öll stór mál varða ákvarðanir um hagsmuni og nærumhverfi fólks og kjörnir fulltrúar geti eingöngu öðlast skilning á þeim hagsmunum með því að hlusta. Þess vegna ætti íbúasamráð alltaf að vera fyrsta skrefið í allri ákvarðanatöku,“ segir Theodóra. Listi Viðreisnar í Kópavogi er eftirfarandi: Theodóra S Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Einar Örn Þorvarðarson bæjarfulltrúi Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari Kristján Ingi Gunnarsson markaðssérfræðingur María Ellen Steingrimsdottir lögfræðingur Leó Petursson, vallarstjóri/handboltamaður Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, stjórnmálafræðingur Andrés Pétursson, stjórnandi Nordplus Soumia I Georgsdóttir atvinnurekandi Elvar Helgason viðskiptafræðingur Telma Huld Ragnarsdóttir læknir Ásgeir Þór Jónsson kokkur Auður C Sigrúnardóttir, MA klínísk sálfræði/jógakennari Andri Már Eggertsson, starfsmaður leikskóla/íþróttafréttamaður Sóley Eiríksdóttir sagnfræðingur Arnar Þórðarson pípulagnaingarmaður Sylvía Rós Arnarsdóttir nemi Bergþór Skúlason tölvunarfræðingur Þóra S. Þorgeirsdóttir skrifstofufullrúi Tryggvi Magnús Þórðarson verkfræðingur Anna Þorbjörg Toher, BA List- og ferðamálafræði Sigvaldi Einarsson, fyrsti formaður Viðreisnar í Kópavogi
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira