Landsliðsþjálfari Norðmanna á móti gervigrasi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 13:30 Stale Solbakken var ekkert að fela sínar skoðanir á gervigrasvöllum Norðmanna. EPA-EFE/Ali Zare Hæstráðandi í norska fótboltalandsliðinu og eftirmaður Lars Lagerbäck segir norskan fótbolta hafa tapað milljörðum íslenskra króna á því að spila svona mikið á gervigrasi. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, er með mjög sterkar skoðanir þegar kemur að því að leika á náttúrulegu grasi eða gervigrasi. Hann er líka alveg til í að láta þær í ljós í viðtölum við norska fjölmiðla eins og kom í ljós í gær. Ståle Solbakken om økningen av kunstgressbaner i norsk toppfotball: "Fotball skal spilles på gress. Det er underlaget hvor alle spillere vil spille (...). Jeg skjønner ikke hvorfor det ikke er en stor prioriteringssak når hele verden spiller på gress." pic.twitter.com/S3IE9C0Wrp— Fotball Norge (@FotballNO) March 21, 2022 Solbakken hefur kallað saman norska landsliðið í þessum landsleikjaglugga og ræddi þar stöðu norska fótboltans við blaðamenn. Solbakken er á því að það sé ástæða fyrir því að Noregur eigi ekki fleiri leikmenn eins og súperframherjann Erling Braut Haaland. Jú hann kennir gervigrasinu um. Solbakken er harður á því að ef að leikir í norsku úrvalsdeildinni hefðu farið fram á grasi en ekki gervigrasi þá hefði Noregur búið til fleiri stjörnuleikmenn eins og Haaland. Ståle Solbakken har selvsagt helt rett.Fotball på kunstgress er et annet spill!!! Hele Europa ler av oss Skulle vært påbudt i alle fall i øverst divisjon.Men unntak i Tromsø og Bodø!!https://t.co/ZGNRteV8my— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) March 21, 2022 „Noregur hefur tapað hundruð milljóna norskra króna í peningum frá sölu leikmanna vegna gervigrassins af því að það hefur hindrað okkur í búa til leikmenn. Það er á hreinu,“ sagði Ståle Solbakken í viðtali sem Dagbladet segir meðal annars frá. „Það er allt öðruvísi leikur á gervigrasi en á náttúrulegu grasi. Ég tel að leiðtogar félaganna hafi sofnað á verðinum. Þjálfara í Noregi hafa sofnað á verðinum. Blaðamenn hafa sofnað á verðinum. Fótbolti á að vera spilaður á grasi,“ sagði Solbakken. „Þú verður að gera eins og þeir gera hjá Lillestrøm. Að vera með langtímamarkmið í gangi. Ég skil vel að þetta snýst um fjármál. Það sem ég skil ekki af hverju þetta er ekki í forgangi. Allur heimurinn spilar á grasi. Þar er keppt. Gras er því mikilvægt til að þjálfa upp annars konar leikmenn eins og miðjumenn og framherja. Við getum ekki aðeins átt skapandi miðjumenn sem eru góðir með boltann,“ sagði Solbakken. Blaðamaður norska dagblaðsins stóðst þó ekki freistinguna og sagði að eftir viðtalið þá hafi Solbakken farið með norska landsliðið á æfingu, á gervigrasi. Fotball skal spilles på naturgress og ikke kunstgress, mener landslagstrener Ståle Solbakken. @RBKfotball @LillestromSK @FKHaugesund @sfjfotball @FKJerv @kjernencom @kanarifansen https://t.co/dVSzd1biQP— Dagbladet Sport (@db_sport) March 21, 2022 Norski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira
Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, er með mjög sterkar skoðanir þegar kemur að því að leika á náttúrulegu grasi eða gervigrasi. Hann er líka alveg til í að láta þær í ljós í viðtölum við norska fjölmiðla eins og kom í ljós í gær. Ståle Solbakken om økningen av kunstgressbaner i norsk toppfotball: "Fotball skal spilles på gress. Det er underlaget hvor alle spillere vil spille (...). Jeg skjønner ikke hvorfor det ikke er en stor prioriteringssak når hele verden spiller på gress." pic.twitter.com/S3IE9C0Wrp— Fotball Norge (@FotballNO) March 21, 2022 Solbakken hefur kallað saman norska landsliðið í þessum landsleikjaglugga og ræddi þar stöðu norska fótboltans við blaðamenn. Solbakken er á því að það sé ástæða fyrir því að Noregur eigi ekki fleiri leikmenn eins og súperframherjann Erling Braut Haaland. Jú hann kennir gervigrasinu um. Solbakken er harður á því að ef að leikir í norsku úrvalsdeildinni hefðu farið fram á grasi en ekki gervigrasi þá hefði Noregur búið til fleiri stjörnuleikmenn eins og Haaland. Ståle Solbakken har selvsagt helt rett.Fotball på kunstgress er et annet spill!!! Hele Europa ler av oss Skulle vært påbudt i alle fall i øverst divisjon.Men unntak i Tromsø og Bodø!!https://t.co/ZGNRteV8my— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) March 21, 2022 „Noregur hefur tapað hundruð milljóna norskra króna í peningum frá sölu leikmanna vegna gervigrassins af því að það hefur hindrað okkur í búa til leikmenn. Það er á hreinu,“ sagði Ståle Solbakken í viðtali sem Dagbladet segir meðal annars frá. „Það er allt öðruvísi leikur á gervigrasi en á náttúrulegu grasi. Ég tel að leiðtogar félaganna hafi sofnað á verðinum. Þjálfara í Noregi hafa sofnað á verðinum. Blaðamenn hafa sofnað á verðinum. Fótbolti á að vera spilaður á grasi,“ sagði Solbakken. „Þú verður að gera eins og þeir gera hjá Lillestrøm. Að vera með langtímamarkmið í gangi. Ég skil vel að þetta snýst um fjármál. Það sem ég skil ekki af hverju þetta er ekki í forgangi. Allur heimurinn spilar á grasi. Þar er keppt. Gras er því mikilvægt til að þjálfa upp annars konar leikmenn eins og miðjumenn og framherja. Við getum ekki aðeins átt skapandi miðjumenn sem eru góðir með boltann,“ sagði Solbakken. Blaðamaður norska dagblaðsins stóðst þó ekki freistinguna og sagði að eftir viðtalið þá hafi Solbakken farið með norska landsliðið á æfingu, á gervigrasi. Fotball skal spilles på naturgress og ikke kunstgress, mener landslagstrener Ståle Solbakken. @RBKfotball @LillestromSK @FKHaugesund @sfjfotball @FKJerv @kjernencom @kanarifansen https://t.co/dVSzd1biQP— Dagbladet Sport (@db_sport) March 21, 2022
Norski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira