Segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni óásættanlega: „Risastórt vandamál sem við höfum aldrei náð að bæta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2022 23:57 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og nefndarnmeðlimur velferðarnefndar Alþingis, segir stöðuna óviðunandi á landsbyggðinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Vísir/Bjarni Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ljóst að áskoranir séu til staðar á landsbyggðinni þegar kemur að heilbrigðisþjónustu en segir að allir geti sótt sér þjónustu óháð staðsetningu. Þingmaður Pírata segir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hafa hrakað gríðarlega undanfarin ár og að málaflokkurinn ætti að vera í forgangi hjá stjórnvöldum. Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að heilbrigðiskerfið hefði brugðist þeim. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis, og Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, fóru yfir málin í Kastljósi í kvöld en Líneik sagði að verið væri að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi. Halldóra, sem einnig situr í velferðarnefnd Alþingis, sagði þó að það væri áhyggjuefni hversu mikið heilbrigðisþjónstu hefur hrakað í kjölfar hrunsins, jafnvel þó að auknum fjármunum hafi verið varið í málaflokkinn. „Þegar við erum í stöðu þar sem að fólk úti á landi er í margra kílómetra fjarlægð frá næsta lækni, þá erum við ekki að tryggja bestu mögulegu heilbrigðisþjónustuna,“ sagði Halldóra og bætti við að aukið fjármagn myndi ekki leysa alla vanda. „Það ætti að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að skilgreina hvaða grunnþjónusta þarf að vera í hverju byggðarlagi fyrir sig og svo þarf að tryggja að það sé aðgerðaráætlun sem er framfylgt.“ Markmiðið að tryggja góða þjónustu Framsóknarflokkurinn fer með heilbrigðisráðuneytið og lagði flokkurinn mikla áherslu á málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. „Við getum aldrei, og ég ítreka aldrei, verið með nákvæmlega sömu þjónustu alls staðar. Ekki á Íslandi, ekki í Danmörku og ekki um allan heim en við getum gert allt það sem við mögulega getum til að gera það eins best og við getum örugglega gert betur en við erum að gera í dag,“ sagði ráðherrann. Aðspurð um hver næstu skref væru sagði Líneik að þau væru að tryggja góða heilbrigðisþjónustu um allt land, til að mynda með aukinni fjarþjónustu. Þá sé mikilvægt að allir hafi aðgang að lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni á sem greiðastan hátt. Halldóra sagði það því miður ekki stöðuna á þessum tímapunkti og vill að stjórnvöld gangi lengra. „Heilbrigðisþjónusta núna, hún er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu þú býrð og við þurfum að spyrja okkur hvort það sé eðlilegt. Er það eitthvað sem við erum tilbúin til að sætta okkur við,“ spurði Halldóra og bætti við að yfirvöld skorti heildarsýn á stöðu mála. Líneik svaraði því með að það væri lykilatriði að allir geti fengið þjónustu óháð vegalengd og að allir ættu að geta fengið þá þjónustu. Þegar henni var bent á að það væri einfaldlega ekki staðan virtist Líneik draga í land. „Það geta allir gert það en það er ekki víst að það geti allir hitt hjúkrunarfræðing eða lækni á sama tíma,“ sagði Líneik. „En það geta allir náð í lækni þar sem þeir eru staddir ef þeir eru bara með símasamband, en það auðvitað getur verið misjafnt líka eftir svæðum.“ Ekki nóg gert til að stoppa í gatið sem myndaðist eftir hrun Halldóra sagði erfitt að leggja fram tillögur að breytingum meðan ekki er búið að greina þörfina og að ómögulegt væri að tala um tímaramma í því samhengi. „Maður hljómar stundum eins og biluð plata en það er búið að vera vanfjármagnað heilbrigðiskerfi svo árum skiptir hér á landi. Þetta er risastórt vandamál sem við höfum aldrei náð að bæta. Við höfum ekki bætt þeim peningum inn í kerfið sem þörf er á til að stoppa þetta gat sem varð til eftir hrun og það er vandamál,“ sagði Halldóra. „Við erum að sjá þetta að það er orðin reglan frekar en undantekning að heilbrigðisstofnanir fái ekki það fjármagn sem þeir eru að biðja um í fjárlögum og fjármálaáætlun. Þetta er bara ár eftir ár, þannig að þetta þarf að bæta ef við ætlum að gera eitthvað,“ sagði hún enn fremur. Líneik var þá aftur spurð út í hvað Framsóknarflokkurinn ætlaði að gera í málunum og svaraði hún þá þannig að þau hafi náð árangri á mörgum sviðum. „En við þurfum auðvitað að vinna markvisst í gæðamálum og bæta okkur stöðugt og þetta er viðvarandi verkefni,“ sagði Líneik. Heilbrigðismál Alþingi Framsóknarflokkurinn Píratar Byggðamál Langanesbyggð Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að heilbrigðiskerfið hefði brugðist þeim. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis, og Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, fóru yfir málin í Kastljósi í kvöld en Líneik sagði að verið væri að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi. Halldóra, sem einnig situr í velferðarnefnd Alþingis, sagði þó að það væri áhyggjuefni hversu mikið heilbrigðisþjónstu hefur hrakað í kjölfar hrunsins, jafnvel þó að auknum fjármunum hafi verið varið í málaflokkinn. „Þegar við erum í stöðu þar sem að fólk úti á landi er í margra kílómetra fjarlægð frá næsta lækni, þá erum við ekki að tryggja bestu mögulegu heilbrigðisþjónustuna,“ sagði Halldóra og bætti við að aukið fjármagn myndi ekki leysa alla vanda. „Það ætti að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að skilgreina hvaða grunnþjónusta þarf að vera í hverju byggðarlagi fyrir sig og svo þarf að tryggja að það sé aðgerðaráætlun sem er framfylgt.“ Markmiðið að tryggja góða þjónustu Framsóknarflokkurinn fer með heilbrigðisráðuneytið og lagði flokkurinn mikla áherslu á málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. „Við getum aldrei, og ég ítreka aldrei, verið með nákvæmlega sömu þjónustu alls staðar. Ekki á Íslandi, ekki í Danmörku og ekki um allan heim en við getum gert allt það sem við mögulega getum til að gera það eins best og við getum örugglega gert betur en við erum að gera í dag,“ sagði ráðherrann. Aðspurð um hver næstu skref væru sagði Líneik að þau væru að tryggja góða heilbrigðisþjónustu um allt land, til að mynda með aukinni fjarþjónustu. Þá sé mikilvægt að allir hafi aðgang að lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni á sem greiðastan hátt. Halldóra sagði það því miður ekki stöðuna á þessum tímapunkti og vill að stjórnvöld gangi lengra. „Heilbrigðisþjónusta núna, hún er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu þú býrð og við þurfum að spyrja okkur hvort það sé eðlilegt. Er það eitthvað sem við erum tilbúin til að sætta okkur við,“ spurði Halldóra og bætti við að yfirvöld skorti heildarsýn á stöðu mála. Líneik svaraði því með að það væri lykilatriði að allir geti fengið þjónustu óháð vegalengd og að allir ættu að geta fengið þá þjónustu. Þegar henni var bent á að það væri einfaldlega ekki staðan virtist Líneik draga í land. „Það geta allir gert það en það er ekki víst að það geti allir hitt hjúkrunarfræðing eða lækni á sama tíma,“ sagði Líneik. „En það geta allir náð í lækni þar sem þeir eru staddir ef þeir eru bara með símasamband, en það auðvitað getur verið misjafnt líka eftir svæðum.“ Ekki nóg gert til að stoppa í gatið sem myndaðist eftir hrun Halldóra sagði erfitt að leggja fram tillögur að breytingum meðan ekki er búið að greina þörfina og að ómögulegt væri að tala um tímaramma í því samhengi. „Maður hljómar stundum eins og biluð plata en það er búið að vera vanfjármagnað heilbrigðiskerfi svo árum skiptir hér á landi. Þetta er risastórt vandamál sem við höfum aldrei náð að bæta. Við höfum ekki bætt þeim peningum inn í kerfið sem þörf er á til að stoppa þetta gat sem varð til eftir hrun og það er vandamál,“ sagði Halldóra. „Við erum að sjá þetta að það er orðin reglan frekar en undantekning að heilbrigðisstofnanir fái ekki það fjármagn sem þeir eru að biðja um í fjárlögum og fjármálaáætlun. Þetta er bara ár eftir ár, þannig að þetta þarf að bæta ef við ætlum að gera eitthvað,“ sagði hún enn fremur. Líneik var þá aftur spurð út í hvað Framsóknarflokkurinn ætlaði að gera í málunum og svaraði hún þá þannig að þau hafi náð árangri á mörgum sviðum. „En við þurfum auðvitað að vinna markvisst í gæðamálum og bæta okkur stöðugt og þetta er viðvarandi verkefni,“ sagði Líneik.
Heilbrigðismál Alþingi Framsóknarflokkurinn Píratar Byggðamál Langanesbyggð Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira