Tónlist

Júníus flutti You'll Never Walk Alone með stæl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Júníus með einstaklega skemmtilegan flutning á lagi Liverpool.
Júníus með einstaklega skemmtilegan flutning á lagi Liverpool.

Í síðasta þætti af Glaumbæ á Stöð 2 var þema þáttarins trú og aðeins flutt lög sem tengjast trúarbrögðum.

Þau Kristjana Stefánsdóttir og Júníus Meyvant mættu sem gestalistamenn og fóru bæði á kostum enda frábærir listamenn.

Júníus flutti lagið vinsæla You'll Never Walk Alone með Gerry & The Pacemakers sem er helst þekkt fyrir það að vera stuðningsmannalag Liverpool.

Einstaklega smekklegur flutningur hjá Júníusi sem heyra má hér að neðan.

Klippa: Júníus Meyvant - You'll Never Walk Alone

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.