Innlent

Réðst inn í verslun í mið­borg Reykja­víkur

Atli Ísleifsson skrifar
Ræninginn var vistaður í fangageymslu. Myndin er úr safni.
Ræninginn var vistaður í fangageymslu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ráðist var inn í verslun í miðborginni síðdegis í gær og veittist ræninginn að starfsmanni búðarinnar.

Hann komst síðan undan en lögregla hafði hendur í hári hans klukkustund síðar, að því er fram kemur í skeyti. Ræninginn var vistaður í fangageymslu.

Í nótt var lögregla síðan send með forgangi í útkall þar sem tilkynnt var um meðvitundarlausan ökumann en bifreið hans var kyrrstæð á miðri akbraut. Þegar lögreglu bar að garði reyndist viðkomandi vera mjög vímaður og í annarlegu ástandi.

Hann tók afskiptum lögreglumanna illa og sló til þessa sem leiddi til handtöku og gistingar í fangaklefa í nótt.

Í skeyti lögreglu segir ennfremur að lögregla hafi einnig þurft að sinna þónokkrum verkefnum tengdum hávaða, ölvuðum aðilum með ónæði og veikindum. Þá segir að um klukkan 19:30 í gærkvöldi hafi lögregla verið send að Suðurlandsvegi þar sem tilkynnt hafði verið um skrifborð á miðri akbraut.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×