Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2022 21:04 Þessi mynd segir meira en nokkur orð um húsakostinn og aðstöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi, sem er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira