Erlent

Ekki rannsakað sem hryðjuverk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi í Belgíu.
Frá vettvangi í Belgíu. AP Photo/Olivier Matthys

Sex eru látnir og tíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í La Louvière í Belgíu í morgun. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Talið er að 27 aðrir hafi einnig slasast en atvikið átti sér stað snemma morguns á útihátíð sem haldin var í bænum.

Þátttakendur voru á leið í miðbæinn þegar bíl var ekið á mikilli ferð inn í hópinn, að sögn bæjarstjóra La Louvière.

Tveir menn voru í bílnum, báðir á fertugsaldri. Verið er að rannsaka tildrög atviksins en ekkert bendir til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Þá er ekki talið að atvikið hafi átt sér stað vegna eftirfarar lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×