Innlent

Sprengi­sandur: Staða heims­hag­kerfisins, ASÍ, Úkraína og eld­gos

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu.

Ásgeir Brynjar Torfason doktor  í fjármálum ætlar að skýra stöðuna í heimshagkerfinu sem aldeilis getur haft afleiðingar hérna heima ef svo fer fram sem horfir. 

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafniðnarsambandsins er að margra mati óskakandídat órólegu deildarinnar í ASÍ og hann svarar því hvort hann hyggist bjóða sig fram gegn Drífu Snædal í haust.

Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Benedikt Jóhannnesson ætla að ræða stöðuna í Úkraínu og áhrif hennar á pólitíkina, á Evrópu, norðurslóðirnar og ekki síst áhrif þessa á íslenska utanríkispólitík sem áfram er í sviðsljósinu. 

Í lok þáttar mæta þær Kristín María Birgisdóttir, upplýsingafulltrúi Grindavíkur og Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness, en þær voru í fremstu línu þegar eldgosið á Reykjanesi breyttist úr náttúruvá í stærsta ferðamannastað landsins á örfáum dögum. 

Þetta gerðist fyrir sléttu ári. Hvað þurfti að gera til að taka á móti fólki og hvernig tókst til?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×