„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 13:46 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“ Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“
Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira