„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 13:46 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“ Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“
Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira