Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitir eru á leið á vettvang.
Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Öræfum voru kallaðar út klukkan hálf ellefu vegna slasaðrar konu í Fremri Veðurárdal austan við Breiðamerkurjökul.

Konan var á göngu með hóp að íshelli í Breiðamerkurjökli þegar hún hrasaði á blautri klöpp og slasaðist á fæti.

Þjóðgarðsverðir eru rétt ókomnir á vettvang samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu og stutt er í sjúkraflutningamenn í samfloti við björgunarsveitarfólk.

Mikið hefur ringt á svæðinu og er mikið vatn í ám og lækjum. Bera þarf konuna að björgunarsveitarbíl við nokkuð erfiðar aðstæður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×