Fólk geti verið með Covid þótt það fái neikvætt úr hraðprófi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 15:02 Hraðpróf eru nú aðallega notuð til að greina smit. Vísir/Vilhelm Enn er nokkur fjöldi fólks að greinast smitað af kórónuveirunni. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk ekki geta gengið að því vísu að það sé ekki með veiruna þó það fái neikvætt úr hraðprófi. Þeir sem greinast með veiruna og vilja gæta fyllstu varúðar ættu að halda sig til hlés allt að í tíu daga en fólk ætti að vera nokkuð öruggt eftir fimm. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa tæplega 170 þúsund smit greinst hér á landi en frá því að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt í lok febrúar hafa flest smit verið greind með hraðprófum. Nákvæmnin er minni með þeim prófum heldur en PCR og því mögulegt að fólk fái falska neikvæða niðurstöðu, sérstaklega ef sýnið er tekið snemma í veikindunum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki vera með nákvæmar tölur um slíkt en að hann hafi orðið var við það. „Við tökum eftir því að fólk er stundum að taka heimapróf á hverjum degi og greinir sig sjálft síðan ekki fyrr en á öðrum, þriðja eða fjórða degi,“ segir Óskar. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að það sé kannski meira af veirunni í fólki þegar sýkingin er aðeins komin í gang og þess vegna er auðveldara að greina það,“ segir hann enn fremur. „Það er ekki endilega víst að maður sé ekki með Covid þó að prufa á fyrsta kvefdeginum er neikvæð.“ Aðspurður um hvort fólk ætti mögulega að bíða með að mæta í sýnatöku í einhvern tíma eftir að fyrstu einkenna verður vart segir Óskar að engin slík tilmæli hafi verið gefin út. „En það eru þó nokkuð margir sem eru að taka próf á hverjum degi en greinast ekki fyrr en á öðrum eða þriðja degi. Þú þarft ekki endilega að drífa þig,“ segir Óskar þó. Nánast alveg öruggur eftir tíu daga Engar takmarkanir eru nú í gildi fyrir þá sem greinast með veiruna en sóttvarnalæknir til að fólk sé í einangrun í fimm daga, þó það sé ekki skylda. Þeir sem eru með lítil einkenni eða einkennalausir geta þá verið í smitgát. Óskar segir að fólk sem vill passa ætti í rauninni að halda sig til hlés þangað til að það er ekki lengur með einkenni. Ekki er nein einföld leið til að komast að því hvort einstaklingur er lengur smitaður og því skipti tíminn meira máli í því samhengi. Eftir fimm daga ætti fólk að vera nokkuð öruggt um að það smiti ekki lengur frá sér, mun öruggara eftir sjö daga, og eftir tíu daga er nánast alveg öruggt að fólk sé ekki smitandi, að sögn Óskars. Fólk sem vill gæta fyllstu varúðar geti þannig miðað við tíu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 17. mars 2022 10:18 „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa tæplega 170 þúsund smit greinst hér á landi en frá því að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt í lok febrúar hafa flest smit verið greind með hraðprófum. Nákvæmnin er minni með þeim prófum heldur en PCR og því mögulegt að fólk fái falska neikvæða niðurstöðu, sérstaklega ef sýnið er tekið snemma í veikindunum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki vera með nákvæmar tölur um slíkt en að hann hafi orðið var við það. „Við tökum eftir því að fólk er stundum að taka heimapróf á hverjum degi og greinir sig sjálft síðan ekki fyrr en á öðrum, þriðja eða fjórða degi,“ segir Óskar. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að það sé kannski meira af veirunni í fólki þegar sýkingin er aðeins komin í gang og þess vegna er auðveldara að greina það,“ segir hann enn fremur. „Það er ekki endilega víst að maður sé ekki með Covid þó að prufa á fyrsta kvefdeginum er neikvæð.“ Aðspurður um hvort fólk ætti mögulega að bíða með að mæta í sýnatöku í einhvern tíma eftir að fyrstu einkenna verður vart segir Óskar að engin slík tilmæli hafi verið gefin út. „En það eru þó nokkuð margir sem eru að taka próf á hverjum degi en greinast ekki fyrr en á öðrum eða þriðja degi. Þú þarft ekki endilega að drífa þig,“ segir Óskar þó. Nánast alveg öruggur eftir tíu daga Engar takmarkanir eru nú í gildi fyrir þá sem greinast með veiruna en sóttvarnalæknir til að fólk sé í einangrun í fimm daga, þó það sé ekki skylda. Þeir sem eru með lítil einkenni eða einkennalausir geta þá verið í smitgát. Óskar segir að fólk sem vill passa ætti í rauninni að halda sig til hlés þangað til að það er ekki lengur með einkenni. Ekki er nein einföld leið til að komast að því hvort einstaklingur er lengur smitaður og því skipti tíminn meira máli í því samhengi. Eftir fimm daga ætti fólk að vera nokkuð öruggt um að það smiti ekki lengur frá sér, mun öruggara eftir sjö daga, og eftir tíu daga er nánast alveg öruggt að fólk sé ekki smitandi, að sögn Óskars. Fólk sem vill gæta fyllstu varúðar geti þannig miðað við tíu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 17. mars 2022 10:18 „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 17. mars 2022 10:18
„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50