Tónlist

Íslenski listinn: Ava Max og Tiesto krafsa í toppinn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hin bandaríska Ava Max og hinn hollenski Tiesto unnu saman að laginu The Motto.
Hin bandaríska Ava Max og hinn hollenski Tiesto unnu saman að laginu The Motto. Instagram: @tiesto

Tónlistarfólkið Ava Max og Tiesto sameina krafta sína í laginu The Motto sem kom út í nóvember mánuði 2021. Lagið er komið með tæplega 200 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og situr í öðru sæti íslenska listans á FM957 eftir að hafa hægt og rólega hækkað sig upp listann á síðustu vikum.

Ava Max skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 þegar hún sendi frá sér lagið Sweet but Psycho og hefur verið að gera góða hluti í tónlistarheiminum síðan þá. Þetta er í fyrsta skipti sem hún og plötusnúðurinn Tiesto vinna saman og verður spennandi að fylgjast með hvort samstarfið verði áframhaldandi.

Annars var allt í góðum gír á Íslenska listanum í dag og tónlistar stuðið í fyrirrúmi. Friðrik Dór situr staðfastur í fyrsta sæti og Jón Jónsson er kominn upp í þriðja sætið. Reykjavíkurdætur eru mættar inn á topp tíu, í tíunda sæti með lagið Turn This Around, og þær Sigga, Beta og Elín Ey voru kynntar inn sem líklegar til vinsælda með sigur lag Söngvakeppninnar í ár, Með hækkandi sól.

Hér má finna íslenska listann í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×