Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2022 10:47 Elon Musk, Vladimi Pútín, Ramzan Kadyrov og Dimtrí Rogozin. EPA Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. Musk hefur í gegnum árin sýnt að hann hefur gaman af því að grínast og jafnvel valda usla á Twitter. Það verður að segjast að erfitt er að fanga fáránleika nýjustu tísta hans í texta og gera honum almennilega skil en á mánudaginn birti Musk tíst þar sem hann skrifaði: „Hér með skora ég á Vladimír Pútin í einvígi.“ Þá sagði hann Úkraínu vera undir. Það er að segja að sigurvegarinn fengi Úkraínu. Því næst „taggaði“ hann Kreml og spurði hvort Pútín tæki þessari áskorun. ? @KremlinRussia_E— Elona Musk (@elonmusk) March 14, 2022 Í kjölfarið svaraði Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunnar Rússlands, Musk með tilvísun í sögu skáldsins Alexander Puskin þar sem hann gerði lítið úr áskorun Musks. Auðjöfurinn svaraði því í gær og sagði Rogozin harðan samningamann og hét honum stærri hlut af mögulegum áhorfstekjum bardaga síns og Pútíns. Samhliða því birti hann myndir af sér með eldvörpu og breytta mynd af Pútín á baki bjarnar. Musk vísaði einnig í bókin Fávitinn eftir Fyodor Dostoevsky, þar sem hann gaf í skyn að Rogozin væri fáviti. I see you are a tough negotiator!Ok, you can have 10% more pay per view money. pic.twitter.com/Nrbkz9IsTP— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Því tísti svaraði Rogozin með skjáskoti af gömlu tísti Musks um að minnst helming tísta sinna skrifaði hann á klósettinu. Yfirmaður Geimvísindastofnunnar Rússlands sagði ríkasta manni jarðarinnar að standa upp af klósettinu og þá gætu þeir talað saman. , , . https://t.co/DiqqDEBgEp pic.twitter.com/1UKJGBMiA3— (@Rogozin) March 15, 2022 Ramzan Kadyrov, harðstjóri Téténíu og náinn bandamaður Pútíns, lét áskorun Musks sig einnig varða. Hann skrifaði á Telegram, þar sem hann er mjög virkur að Musk ætti ekki að grínast með að berjast við Pútín. Sá rússneski myndi fara illa með auðjöfurinn. Þá lagði Kadyrov til að Musk æfði sig fyrir mögulegan bardaga í Téténíu. Hann færi í herþjálfun, lærði blandaðar bardagalistir og lærði að nota samfélagsmiðla betur. Musk myndi snúa aftur frá Téténíu breyttur maður. Musk sagði boð Kadyrovs gott og grínaðist með að slík þjálfun myndi veita honum of mikla yfirburði. „Ef hann [Pútín] er of hræddur til að slást, samþykki ég að nota bara vinstri höndina og ég er ekki einu sinni örvhentur,“ sagði Musk, sem skrifaði undir sem Elona en það er nafnið sem Kadyrov gaf honum. Thank you for the offer, but such excellent training would give me too much of an advantage. If he is afraid to fight, I will agree to use only my left hand and I am not even left-handed.Elona— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Kadyrov skrifaði aðra færslu á Telegram í gærkvöldi þar sem hann vísaði í tíst Musks um að hann hefði neitað að loka á rússneska fjölmiðla í gegnum Starlink-netþjónustu SpaceX. Þar skrifaði Kadyrov að burtséð frá öllu gríni, þá bæri hann virðingu fyrir slíkum aðgerðum og að fólk fylgdi sannfæringu sinni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grín og gaman Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Musk hefur í gegnum árin sýnt að hann hefur gaman af því að grínast og jafnvel valda usla á Twitter. Það verður að segjast að erfitt er að fanga fáránleika nýjustu tísta hans í texta og gera honum almennilega skil en á mánudaginn birti Musk tíst þar sem hann skrifaði: „Hér með skora ég á Vladimír Pútin í einvígi.“ Þá sagði hann Úkraínu vera undir. Það er að segja að sigurvegarinn fengi Úkraínu. Því næst „taggaði“ hann Kreml og spurði hvort Pútín tæki þessari áskorun. ? @KremlinRussia_E— Elona Musk (@elonmusk) March 14, 2022 Í kjölfarið svaraði Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunnar Rússlands, Musk með tilvísun í sögu skáldsins Alexander Puskin þar sem hann gerði lítið úr áskorun Musks. Auðjöfurinn svaraði því í gær og sagði Rogozin harðan samningamann og hét honum stærri hlut af mögulegum áhorfstekjum bardaga síns og Pútíns. Samhliða því birti hann myndir af sér með eldvörpu og breytta mynd af Pútín á baki bjarnar. Musk vísaði einnig í bókin Fávitinn eftir Fyodor Dostoevsky, þar sem hann gaf í skyn að Rogozin væri fáviti. I see you are a tough negotiator!Ok, you can have 10% more pay per view money. pic.twitter.com/Nrbkz9IsTP— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Því tísti svaraði Rogozin með skjáskoti af gömlu tísti Musks um að minnst helming tísta sinna skrifaði hann á klósettinu. Yfirmaður Geimvísindastofnunnar Rússlands sagði ríkasta manni jarðarinnar að standa upp af klósettinu og þá gætu þeir talað saman. , , . https://t.co/DiqqDEBgEp pic.twitter.com/1UKJGBMiA3— (@Rogozin) March 15, 2022 Ramzan Kadyrov, harðstjóri Téténíu og náinn bandamaður Pútíns, lét áskorun Musks sig einnig varða. Hann skrifaði á Telegram, þar sem hann er mjög virkur að Musk ætti ekki að grínast með að berjast við Pútín. Sá rússneski myndi fara illa með auðjöfurinn. Þá lagði Kadyrov til að Musk æfði sig fyrir mögulegan bardaga í Téténíu. Hann færi í herþjálfun, lærði blandaðar bardagalistir og lærði að nota samfélagsmiðla betur. Musk myndi snúa aftur frá Téténíu breyttur maður. Musk sagði boð Kadyrovs gott og grínaðist með að slík þjálfun myndi veita honum of mikla yfirburði. „Ef hann [Pútín] er of hræddur til að slást, samþykki ég að nota bara vinstri höndina og ég er ekki einu sinni örvhentur,“ sagði Musk, sem skrifaði undir sem Elona en það er nafnið sem Kadyrov gaf honum. Thank you for the offer, but such excellent training would give me too much of an advantage. If he is afraid to fight, I will agree to use only my left hand and I am not even left-handed.Elona— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Kadyrov skrifaði aðra færslu á Telegram í gærkvöldi þar sem hann vísaði í tíst Musks um að hann hefði neitað að loka á rússneska fjölmiðla í gegnum Starlink-netþjónustu SpaceX. Þar skrifaði Kadyrov að burtséð frá öllu gríni, þá bæri hann virðingu fyrir slíkum aðgerðum og að fólk fylgdi sannfæringu sinni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grín og gaman Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira