Ekki komið til greina að birta gögn um niðurstöður á úrslitakvöldinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2022 13:51 Systurnar Sigga, Beta og Elín báru sigur úr bítum í Söngvakeppni sjónvarpsins. Óvíst er þó hversu mörg stig þær fengu á móti Reykjavíkurdætrum sem mættu þeim í einvígi á laugardagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Ekki hefur komið til greina að birta hrágögn um niðurstöður kosninga í Söngvakeppni sjónvarpsins á úrslitakvöldinu. Von er á gögnunum annað hvort á morgun eða hinn að sögn framkvæmdastjóra keppninnar. Systurnar Sigga, Beta og Elín báru sigur úr bítum í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fór fram á laugardag í Ríkisútvarpinu. Þær höfðu betur í einvígi gegn Reykjavíkurdætrum, sem margir töldu sigurstranglegar, og helstu veðbankar höfðu spáð Dætrunum afgerandi sigri. Í kjölfar keppninnar hefur skapast talsverð umræða um kosningakerfi Söngvakeppninnar og margir velt því fyrir sér hvers vegna lokatölur keppninnar hafi ekki enn verið birtar. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar segir það alltaf verið gert vikuna eftir úrslitakeppnina og aldrei áður verið ákall eftir gögnunum fyrr. „Við höfum yfirleitt bara birt þetta í vikunni á eftir, það hefur aldrei verið neitt stress á því. Það kemur annað hvort á morgun eða hinn, yfirlit yfir tölurnar. Það þarf bara að taka þetta saman og það er ég sem geri það. Það er nóg að gera, til dæmis að skipuleggja þessar ferðir, og það vantar bara mínútur í sólarhringinn,“ segir Rúnar sem var á hlaupum þegar blaðamaður náði af honum tali. Fordæmi eru fyrir því, til dæmis frá sænsku Söngvakeppninni Melodifestivalen, að ítarleg gögn um niðurstöðu kosninganna séu birt strax sama kvöld og niðurstöður liggja fyrir. Atkvæðin úr fyrri kosningunni fylgja atriðunum í úrslit Fordæmi eru fyrir því að ítarleg úrslit Söngvakeppninnar séu birt á mánudegi eftir keppni, eins og árið 2019, en líka hefur komið til þess að þau hafi verið birt á miðvikudegi, eins og 2017. Rúnar Freyr segir að stefnan sé sett á að birta gögnin á morgun eða hinn. Rúnar Freyr er framkvæmdastjóri keppninnar. Kosningakerfið sem nú gildir í Söngvakeppninni hefur verið í notkun undanfarin þrjú ár. Kerfið gildir þannig að tvö stigahæstu lögin í fyrri umferðinni fara áfram í einvígið. Eftir að bæði lögin hafa verið flutt í einvíginu er blásið til annarra símakosninga. Við talningu og útreikning á niðurstöðu eru atkvæðin úr seinni símakosningunni auk atkvæðanna sem lögin fengu í fyrri kosningunni lögð saman. „Atkvæðin úr fyrri kosningunni fylgja atriðunum í úrslitin. Við tönglumst á þessu, í útsendingunni líka. Við erum búin að hafa þetta sama fyrirkomulag þrjú ár í röð að láta atkvæðin úr fyrri kosningunni fylgja með þannig að það verði stigahæsta lag kvöldsins klárlega sem vinnur en ekki bara stigahærra lagið í eingvíginu,“ segir Rúnar Freyr. Fyrirkomulaginu breytt eftir mikla gagnrýni Fram kemur í umfjöllun Vísis frá árinu 2019 um nýja kosningakerfið að hefði það gilt árið 2018, þegar Ari Ólafsson og Dagur Sigurðsson tókust á í einvíginu, hefði Dagur farið með sigur úr bítum. Hann hafi í heildina verið stigahærri en Ari en Ari hafi fengið fleiri stig eftir einvígið og því verið valinn fulltrúi Íslands í Eurovision það árið. Eftir fyrri umferðina hafi Dagur verið með 44.730 stig og Ari með 35.861 stig. Í einvíginu hafi Ari haft nokkra yfirburði, fengið 44.919 atkvæði á móti 39.547 atkvæðum Dags. Hefðu þeir tekið atkvæðin úr fyrri umferð með sér í einvígið hefði Dagur fengið samtals 84.277 en Ari 80.780. Dagur hefði því staðið uppi sem sigurvegari árið 2018 hefði sama fyrirkomulag verið í einvíginu þá og nú. Rúnar Freyr segir að þessu hafi verið breytt vegna gagnrýni á fyrra kerfið, þar sem atkvæðin úr fyrri kosningunni giltu ekki. „Þetta var mikið gagnrýnt áður og margir sem sögðu að það hafi ekki komið rétt úrslit þannig að við breyttum þessu fyrir þremur árum.“ Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31 Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. 13. mars 2022 20:54 Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. 13. mars 2022 13:26 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Systurnar Sigga, Beta og Elín báru sigur úr bítum í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fór fram á laugardag í Ríkisútvarpinu. Þær höfðu betur í einvígi gegn Reykjavíkurdætrum, sem margir töldu sigurstranglegar, og helstu veðbankar höfðu spáð Dætrunum afgerandi sigri. Í kjölfar keppninnar hefur skapast talsverð umræða um kosningakerfi Söngvakeppninnar og margir velt því fyrir sér hvers vegna lokatölur keppninnar hafi ekki enn verið birtar. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar segir það alltaf verið gert vikuna eftir úrslitakeppnina og aldrei áður verið ákall eftir gögnunum fyrr. „Við höfum yfirleitt bara birt þetta í vikunni á eftir, það hefur aldrei verið neitt stress á því. Það kemur annað hvort á morgun eða hinn, yfirlit yfir tölurnar. Það þarf bara að taka þetta saman og það er ég sem geri það. Það er nóg að gera, til dæmis að skipuleggja þessar ferðir, og það vantar bara mínútur í sólarhringinn,“ segir Rúnar sem var á hlaupum þegar blaðamaður náði af honum tali. Fordæmi eru fyrir því, til dæmis frá sænsku Söngvakeppninni Melodifestivalen, að ítarleg gögn um niðurstöðu kosninganna séu birt strax sama kvöld og niðurstöður liggja fyrir. Atkvæðin úr fyrri kosningunni fylgja atriðunum í úrslit Fordæmi eru fyrir því að ítarleg úrslit Söngvakeppninnar séu birt á mánudegi eftir keppni, eins og árið 2019, en líka hefur komið til þess að þau hafi verið birt á miðvikudegi, eins og 2017. Rúnar Freyr segir að stefnan sé sett á að birta gögnin á morgun eða hinn. Rúnar Freyr er framkvæmdastjóri keppninnar. Kosningakerfið sem nú gildir í Söngvakeppninni hefur verið í notkun undanfarin þrjú ár. Kerfið gildir þannig að tvö stigahæstu lögin í fyrri umferðinni fara áfram í einvígið. Eftir að bæði lögin hafa verið flutt í einvíginu er blásið til annarra símakosninga. Við talningu og útreikning á niðurstöðu eru atkvæðin úr seinni símakosningunni auk atkvæðanna sem lögin fengu í fyrri kosningunni lögð saman. „Atkvæðin úr fyrri kosningunni fylgja atriðunum í úrslitin. Við tönglumst á þessu, í útsendingunni líka. Við erum búin að hafa þetta sama fyrirkomulag þrjú ár í röð að láta atkvæðin úr fyrri kosningunni fylgja með þannig að það verði stigahæsta lag kvöldsins klárlega sem vinnur en ekki bara stigahærra lagið í eingvíginu,“ segir Rúnar Freyr. Fyrirkomulaginu breytt eftir mikla gagnrýni Fram kemur í umfjöllun Vísis frá árinu 2019 um nýja kosningakerfið að hefði það gilt árið 2018, þegar Ari Ólafsson og Dagur Sigurðsson tókust á í einvíginu, hefði Dagur farið með sigur úr bítum. Hann hafi í heildina verið stigahærri en Ari en Ari hafi fengið fleiri stig eftir einvígið og því verið valinn fulltrúi Íslands í Eurovision það árið. Eftir fyrri umferðina hafi Dagur verið með 44.730 stig og Ari með 35.861 stig. Í einvíginu hafi Ari haft nokkra yfirburði, fengið 44.919 atkvæði á móti 39.547 atkvæðum Dags. Hefðu þeir tekið atkvæðin úr fyrri umferð með sér í einvígið hefði Dagur fengið samtals 84.277 en Ari 80.780. Dagur hefði því staðið uppi sem sigurvegari árið 2018 hefði sama fyrirkomulag verið í einvíginu þá og nú. Rúnar Freyr segir að þessu hafi verið breytt vegna gagnrýni á fyrra kerfið, þar sem atkvæðin úr fyrri kosningunni giltu ekki. „Þetta var mikið gagnrýnt áður og margir sem sögðu að það hafi ekki komið rétt úrslit þannig að við breyttum þessu fyrir þremur árum.“
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31 Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. 13. mars 2022 20:54 Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. 13. mars 2022 13:26 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31
Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. 13. mars 2022 20:54
Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. 13. mars 2022 13:26