Fær fimmtán milljónir vegna aðgerða lögreglu í fíkniefnamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2022 11:14 Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hann var settur í einangrun. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni fimmtán milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegs miska, tímabundins atvinnutjóns og þjáninga sem hann varð fyrir af völdum aðgerða lögreglu í apríl 2010. Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Málið má rekja til þess að árið 2010 rannsakaði lögregla fyrirhugaðan innflutning á miklu magni af kókaíni. Lögregla grunaði manninn um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnanna hér á landi, í samstarfi við aðra. Sími mannsins var hleraður og gerð var húsleit á heimili mannsins í tengslum við rannsóknina. Eftir húsleitina var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald, þar sem honum var haldið í einangrun. Eftir að honum var sleppt úr einangrun var mál hans látið niður falla. Maðurinn, sem taldi sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aðgerða lögreglu höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Það mál endaði fyrir Hæstarétti, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma, og voru honum dæmdar tvær milljónir í miskabætur. Á grundvelli þess dóms gerði maðurinn kröfu á hendur ríkinu um greiðslu skaðabóta vegna tímabundins atvinnutjóns, varanlegs miska og þjáningabóta. Var manninum sagt upp úr vinnu hans eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi, auk þess sem að hann glímdi við kvíða og aðra kvilla. Maðurinn lagði fram yfirmat þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hafi orðið fyrir heilsutjóni sem metið hafi verið til 30 prósent varanlegs miska. Þá hafi hann orðið fyrir tímabundu atvinnutjóni. Alls krafðist maðurinn rétt rúmlega fimmtán milljóna í bætur vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að hafa ekki sýnt fram á að tjón mannsins stæði af lögmætum aðgerðum lögreglu. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins. Þarf íslenska ríkið því að greiða honum fimmtán milljónir króna vegna aðgerða lögreglu í apríl 2010. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Málið má rekja til þess að árið 2010 rannsakaði lögregla fyrirhugaðan innflutning á miklu magni af kókaíni. Lögregla grunaði manninn um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnanna hér á landi, í samstarfi við aðra. Sími mannsins var hleraður og gerð var húsleit á heimili mannsins í tengslum við rannsóknina. Eftir húsleitina var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald, þar sem honum var haldið í einangrun. Eftir að honum var sleppt úr einangrun var mál hans látið niður falla. Maðurinn, sem taldi sig hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aðgerða lögreglu höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Það mál endaði fyrir Hæstarétti, eins og fjallað var um á Vísi á sínum tíma, og voru honum dæmdar tvær milljónir í miskabætur. Á grundvelli þess dóms gerði maðurinn kröfu á hendur ríkinu um greiðslu skaðabóta vegna tímabundins atvinnutjóns, varanlegs miska og þjáningabóta. Var manninum sagt upp úr vinnu hans eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi, auk þess sem að hann glímdi við kvíða og aðra kvilla. Maðurinn lagði fram yfirmat þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann hafi orðið fyrir heilsutjóni sem metið hafi verið til 30 prósent varanlegs miska. Þá hafi hann orðið fyrir tímabundu atvinnutjóni. Alls krafðist maðurinn rétt rúmlega fimmtán milljóna í bætur vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að hafa ekki sýnt fram á að tjón mannsins stæði af lögmætum aðgerðum lögreglu. Féllst dómurinn því á kröfu mannsins. Þarf íslenska ríkið því að greiða honum fimmtán milljónir króna vegna aðgerða lögreglu í apríl 2010.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. 16. mars 2017 16:20