Lífið

Reykja­víkur­dætur þakk­látar þrátt fyrir ó­sigur

Árni Sæberg skrifar
Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.
Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða. Hulda Margrét

Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar.

Þura Stína Kristleifsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra, segir hópinn þakklátan fyrir ferðalagið í Söngvakeppninni. Þá þakkar hún Íslendingum góðar viðtökur. „Við bjuggumst alls ekki við þeim og ég á engin orð,“ segir hún á Twitter.

Steinunn Jónsdóttir, sem er einnig í Reykjavíkurdætrum, segist vera stolt af því hversu áberandi tónlistarkonur voru í keppninni og þakklát fyrir stuðning.

Það voru einmitt þrjár konur sem fluttu sigurlag keppninnar en það er samið af konu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.