Lífið

Afar blendnar til­finningar net­verja með niður­stöðuna

Viktor Örn Ásgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Óalgengt er að allir séu á eitt sáttir með framlag Íslands til Eurovision.
Óalgengt er að allir séu á eitt sáttir með framlag Íslands til Eurovision. Vísir/Hulda Margrét

Óhætt er að segja að spennan hafi verið rafmögnuð þegar úrslitin í Söngvakeppninni voru kynnt í kvöld. Eins og gengur voru margir ánægðir en aðrir í áfalli yfir niðurstöðunni.

Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka.

Hluti þjóðarinnar tjáði sig um úrslitin undir myllumerkinu #12stig og sýndist sitt hverjum. Voru margir í áfalli með að Reykjavíkurdætur hefðu ekki staðið uppi sem sigurvegarar.

Elísabet Ósk rifjaði upp talningaóreiðuna í Alþingiskosningunum í haust.

Þorgerður María gerði grín að því að líklega væri betur haldið utan um símaneyslu barnanna nú en í fyrri Söngvakeppnum.

Ásgerður Ásgeirs er eitt stórt spurningarmerki.

Bjarki Birgis er sár.

Söngkonan Hildur var dyggur stuðningsmaður Reykjavíkurdætra. Hún telur fyrirkomulagið ekki gott.

Svava Kristín íþróttafréttakona rýnir í söguna.

Unnur Borgþórs er á sömu skoðun.

Edda Falak hlaðvarpsstjórnandi er búin að missa trúna á Eurovision.

Hún rifjar upp einræðu Jóns Gnarr úr Næturvaktinni.

Sumir Twitter-notendur telja feðraveldinu um að kenna.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðingur er á svipuðu máli.

Salka Sól, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, er svekkt fyrir hönd vinkvenna sinna.

Fjöldi fólks elskaði Ey-systurnar og blöskrar ummæli fólks á Twitter.

Guðrún Ásta Fylling skilur ekkert í viðbrögðum marga.

Borgnesingurinn Heiðar Lind Hansson kann að meta Með hækkandi sól.

Bragi Valdimar textahöfundur hrósar lagahöfundinum Lay Low.

Matthías Magnússon á Rás 2 bendir á tilurð texta Lay Low.

Ylfa Lind skilur hvorki upp né niður.

Elin Henriks er ánægð með tróíð.

Jafet Sigfinsson segir systurnar með allt upp á tíu.

Elín Guðmundsdóttir segir lagið einfaldlega bara hafa verið betra.

Dr. Auður Magndís sættir sig alveg við niðurstöðuna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×