Erlent

Nýr leið­togi Íslamska ríkisins bróðir stofnandans

Árni Sæberg skrifar
Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp árið 2019 en bróðir hans hefur nú tekið við stjórnartaumunum í Íslamska ríkinu.
Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp árið 2019 en bróðir hans hefur nú tekið við stjórnartaumunum í Íslamska ríkinu.

Íslamska ríkið tilkynnti á fimmtudag að Abu al-Hassan al-Hashemi al-Quraishi væri nýr leiðtogi samtakanna en hann er bróðir stofnanda og fyrsta leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi. 

Í byrjun febrúar síðastliðins sprengdi leiðtogi Íslamska ríkisins, Abu Ibrahim al-Quraishi, sjálfan sig í loft upp. Það gerði hann hann eftir að sérsveit Bandaríkjahers hafði komist á snoðir um staðsetningu hans og umkringt hann.

Það gerði fyrirrennari hans, Abu Bakr al-Baghdadi, sömuleiðis árið 2019. Hann var stofnandi og fyrsti leiðtogi Íslamska ríkisins í þeirri mynd sem við þekkjum samtökin í dag.

Eldri bróðir hans, Abu al-Hassan al-Hashemi al-Quraishi, hefur nú tekið við stjórnartaumunum í Íslamska ríkinu, að því er segir í frétt Reuters.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×