Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2022 21:03 Það fór vel á með þeim Sigurði Inga og Haraldi í Skyrgerðinni í Hveragerði í dag. Í ávarpi sínu sagðist Haraldur vonast til að sjá gesti dagsins aftur eftir fjögur ár þegar hann kynnir næstu verkefni en það verður að rampa upp Evrópu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. Verkefninu var hleypt af stokkunum í Skyrgerðinni í Hveragerði. Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við rampaverkefnið. Nú er búið er að koma upp 100 römpum í Reykjavík og þá er komið að landsbyggðinni. „Það er bara svo mikið, sem þarf að rampa upp. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Við erum búin að klára fyrstu 100 rampana og erum bara mjög spennt með næstu þúsund um allt land,“ segir Haraldur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir Harald ótrúlegan mann. „Já, því það skiptir svo miklu máli að eiga fólk, sem keyrir svona mikilvæg baráttumál áfram. Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona verkefni og að ríkið, sveitarfélög, einkafyrirtæki og Haraldur, taki þátt í því. Við getum öll tekið höndum saman til að ná fram í rauninni löngu tímabærum umbótum í samfélaginu,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir segir Harald ótrúlega duglegan mann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ríkið kemur með 200 milljónir króna inn í verkefnið, Haraldur kemur með stóran hluti, auk fyrirtækja og sveitarfélaga, sem taka líka þátt. „Þetta er bara einstakt, þarna er einstaklingur, sem sýnir bæði frumkvæði og löngun og djörfung og dug og framkvæmir. Það ættu allir að vera menn eins og Haraldur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson , innviðaráðherra Dagur, Katrín, Sigurður Ingi og Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, ásamt Haraldi í Skyrgerðinni í hádeginu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Haraldur nóg af peningum til að fara út í þetta verkefni og önnur verkefni, sem hann er með á sinni könnu? „Ég á allavega nóg af peningum fyrir því, sem ég þarf að gera,“ segir hann og hlær. Haraldur mætti með fjölskyldu sinni í Hveragerði í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er verndari verkefnisins. Hann gat ekki verið viðstaddur í dag en sendi þessa kveðju frá sér. Hveragerði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Verkefninu var hleypt af stokkunum í Skyrgerðinni í Hveragerði. Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við rampaverkefnið. Nú er búið er að koma upp 100 römpum í Reykjavík og þá er komið að landsbyggðinni. „Það er bara svo mikið, sem þarf að rampa upp. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Við erum búin að klára fyrstu 100 rampana og erum bara mjög spennt með næstu þúsund um allt land,“ segir Haraldur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir Harald ótrúlegan mann. „Já, því það skiptir svo miklu máli að eiga fólk, sem keyrir svona mikilvæg baráttumál áfram. Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona verkefni og að ríkið, sveitarfélög, einkafyrirtæki og Haraldur, taki þátt í því. Við getum öll tekið höndum saman til að ná fram í rauninni löngu tímabærum umbótum í samfélaginu,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir segir Harald ótrúlega duglegan mann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ríkið kemur með 200 milljónir króna inn í verkefnið, Haraldur kemur með stóran hluti, auk fyrirtækja og sveitarfélaga, sem taka líka þátt. „Þetta er bara einstakt, þarna er einstaklingur, sem sýnir bæði frumkvæði og löngun og djörfung og dug og framkvæmir. Það ættu allir að vera menn eins og Haraldur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson , innviðaráðherra Dagur, Katrín, Sigurður Ingi og Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, ásamt Haraldi í Skyrgerðinni í hádeginu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Haraldur nóg af peningum til að fara út í þetta verkefni og önnur verkefni, sem hann er með á sinni könnu? „Ég á allavega nóg af peningum fyrir því, sem ég þarf að gera,“ segir hann og hlær. Haraldur mætti með fjölskyldu sinni í Hveragerði í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er verndari verkefnisins. Hann gat ekki verið viðstaddur í dag en sendi þessa kveðju frá sér.
Hveragerði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira