Lífið

Spennt fyrir því að fjarlægja púðana

Elísabet Hanna skrifar
Saga B er dugleg að deila lífinu með fylgjendum sínum.
Saga B er dugleg að deila lífinu með fylgjendum sínum. Skjáskot/Instagram

Saga B hefur gert garðinn frægan í tónlistarsenunni með lögum eins og Bottle service now  en nú hefur hún ákveðið að hún ætli að láta fjarlægja brjóstapúðana sína. Hún segir að með breytingu líkamans í kjölfar líkamsræktar séu þeir ekki lengur í réttum hlutföllum.

Púðarnir passa ekki líkamsímyndinni

Í samtali við Vísi segir Saga púðana vera orðna hlutfallslega of stóra eftir að hún kom sér í formið sem hún er í dag og segir það hafa plagað sig mikið í ákveðinn tíma. Hún segist upphaflega hafa fengið púðana eftir mjög mikið þyngdartap og barneignir fyrir átta árum. Þá segir hún líkamann sinn hafa verið stærri og með meiri lausa húð sem hafi þurfti á þessari fylllingu að halda.

„Ég vil láta fjarlægja púðana alveg , enda var ég barmgóð frá unga aldri og ég vona að það sé ennþá nóg til staðar yfir púðanum sem er til staðar núna, minni brjóst eru mjög falleg,“

segir hún um aðgerðina sem er framundan og lýsir því hvernig henni þykir púðarnir ekki lengur passa þeirri líkamsímynd sem henni þykir heilbrigð fyrir sig. Það hefur plagað hana að horfa í spegil og upplifa sig eins og hún samsvari sér ekki eftir eigin óskum. Hún er spennt fyrir aðgerðinni og leyfir stressinu ekki að taka völdin.

„Ég er almennt séð mjög heilbrigð og hraust svo ég er mjög spennt að klára þetta, hef haft þetta á planinu í langan tíma og hlakka til að næra mig vel í bataferlinu og huga að heilsunni.“

Væntanleg tónlist

Aðspurð segir Saga meiri tónlist vera væntanlega frá sér og í næstu viku ætlar hún að tilkynna stórt verkefni sem hún hefur verið að taka þátt í. Hún hefur stofnað söfnun fyrir nýja laginu sem er í vinnslu hjá Go get funding. 

„Hef verið að púsla saman verkefnum, er með eitt sem er akkurat klárt í production, lagið er í algjörlega nýjum stíl og verður þetta stærsta verkefnið hingað til.“

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.