Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2022 14:02 Frá vettvangi á Sogavegi rétt eftir miðnætti í nótt. Lögreglumenn standa fyrir framan bíl ökumannsins og ráða ráðum sínum. Ökumaðurinn hafði á þessum tímapunkti verið fluttur af vettvangi. Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. Fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að karlmaður hefði ekið bíl á þrjár mannlausar bifreiðar á Sogavegi. Ökumaður hafi verið fluttur á slysadeild til innlagnar vegna gruns um háorkuáverka. „Altjón varð á tveimur bifreiðum en skemmdir á hinum tveimur voru talsverðar. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna,“ segir í dagbók lögreglunnar. Ólíklegt má telja að þessi jeppi fari fljótlega aftur á götuna eftir að ekið var á hann af þvílíkum krafti í nótt.Íbúagrúppan 108 Reykjavík Umræða hefur skapast meðal íbúa við Sogaveg og sýnist sitt hverjum. Sumir segja þetta enn eitt dæmið um að umrædd hraðahindrun sé stórhættuleg og nefna fleiri dæmi þar sem bílar „fljúgi“ af hraðahindrunum. „Sýnir bara hvað hraðahindranir geta verið hættulegar. Bílarnir takast á loft,“ segir einn íbúinn. Aðrir botna ekkert í slíkum hugsanahætti og velta fyrir sér hvort hugmyndin sé virkilega sú að fjarlægja hraðahindrun í götu með 30 kílómetra hámarkshraða svo fólk undir áhrifum geti stundað þar ofsaakstur. Umdeilda hraðahindrunin við Sogaveg og tveir skemmdir bílar fyrir aftan.Vísir/Vilhelm Íbúi í hverfinu sem fréttastofa ræddi við varð vitni að atvikinu. Íbúinn segir bílinn hafa verið á mjög mikilli ferð og lætin verið einkar mikil þegar bíllinn skall á mannlausu bílunum. Fleiri dæmi eru um slys á Sogavegi eða að hurð hafi skollið nærri hælum. Þannig var ekið á ökumann vespu á Sogavegi í ágúst 2019. Nokkrum vikum fyrr fór jeppi fram úr fólksbíl sem stöðvað hafði ferð sína á meðan börn ætluðu yfir á gangbraut. Atvikið náðist á myndband. Raunar reynist sumarið 2019 hafa verið stórhættulegt á Sogavegi því í júní það ár var ekið á níu ára stúlku í götunni. Lögreglumál Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56 Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30 Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09 Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að karlmaður hefði ekið bíl á þrjár mannlausar bifreiðar á Sogavegi. Ökumaður hafi verið fluttur á slysadeild til innlagnar vegna gruns um háorkuáverka. „Altjón varð á tveimur bifreiðum en skemmdir á hinum tveimur voru talsverðar. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna,“ segir í dagbók lögreglunnar. Ólíklegt má telja að þessi jeppi fari fljótlega aftur á götuna eftir að ekið var á hann af þvílíkum krafti í nótt.Íbúagrúppan 108 Reykjavík Umræða hefur skapast meðal íbúa við Sogaveg og sýnist sitt hverjum. Sumir segja þetta enn eitt dæmið um að umrædd hraðahindrun sé stórhættuleg og nefna fleiri dæmi þar sem bílar „fljúgi“ af hraðahindrunum. „Sýnir bara hvað hraðahindranir geta verið hættulegar. Bílarnir takast á loft,“ segir einn íbúinn. Aðrir botna ekkert í slíkum hugsanahætti og velta fyrir sér hvort hugmyndin sé virkilega sú að fjarlægja hraðahindrun í götu með 30 kílómetra hámarkshraða svo fólk undir áhrifum geti stundað þar ofsaakstur. Umdeilda hraðahindrunin við Sogaveg og tveir skemmdir bílar fyrir aftan.Vísir/Vilhelm Íbúi í hverfinu sem fréttastofa ræddi við varð vitni að atvikinu. Íbúinn segir bílinn hafa verið á mjög mikilli ferð og lætin verið einkar mikil þegar bíllinn skall á mannlausu bílunum. Fleiri dæmi eru um slys á Sogavegi eða að hurð hafi skollið nærri hælum. Þannig var ekið á ökumann vespu á Sogavegi í ágúst 2019. Nokkrum vikum fyrr fór jeppi fram úr fólksbíl sem stöðvað hafði ferð sína á meðan börn ætluðu yfir á gangbraut. Atvikið náðist á myndband. Raunar reynist sumarið 2019 hafa verið stórhættulegt á Sogavegi því í júní það ár var ekið á níu ára stúlku í götunni.
Lögreglumál Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56 Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30 Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09 Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56
Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30
Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09
Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34