Innlent

Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Ökumaður á dökkum jeppa sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi í dag þegar hann ók til suðurs, fram úr tveimur bílum við gatnamót Sogavegar, Austurgerðis og Byggðarenda.

Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin.

Eins og sjá má á myndbandi hefur bíll stöðvað við gatnamótin og hyggst hann taka vinstri beygju, inn Byggðarenda. Á sama tíma eru tvö börn á reiðhjóli að fara yfir götuna.

Ljóst er að illa hefði farið hefðu börnin verið komin inn á götuna eða bílinn fyrir framan byrjaður að beygja.

Stutt er síðan alvarlegt umferðarslys varð á þessum slóðum þegar ekið var á barn á reiðhjóli. Þá kvartaði lögreglan undan hegðun ökumanna á staðnum.

Sjá einnig:Of algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir við slysstaði

Illa hefði getað farið þegar jeppa var ekið fram úr tveimur bílum á Sogavegi.Vísir/Stöð 2

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×