Erlent

Fundu hið týnda skip Ernest Shacklet­on 107 árum eftir að það sökk

Atli Ísleifsson skrifar
Á myndum teymisins má sjá að skipið er mjög heillegt þar sem það hvílir á þriggja kílómetra dýpi á botni Weddell-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins.
Á myndum teymisins má sjá að skipið er mjög heillegt þar sem það hvílir á þriggja kílómetra dýpi á botni Weddell-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins. AP

Vísindamenn hafa fundið og myndað flak Endurance, skip breska heimskautafarans Sir Ernest Shackletons, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni.

Skipið brotnaði þar sem það var fast í hafís og sökk árið 1915 og sem varð til þess að Shackleton og föruneyti hans neyddust til að yfirgefa skipið fótgangandi og í smærri bátum.

Neðansjávarmyndir sýna að Endurance virðist vera í mjög góðu ásigkomulagi eftir að hafa hvílt á hafsbotni í rúma öld. Skipið fannst á þriggja kílómetra dýpi, en margir hafa áður reynt að hafa uppi á hinu týnda skipi.

Mensun Bound, sjávarfornleifafræðingur sem var hluti af teyminu sem fann skipið, segir að um fallegasta skipsflak úr viði að ræða sem hann hafi nokkurn tímann séð. Það hafi verið draumur hans á nærri fimmtíu ára ferli að hafa uppi á þessu skipi heimskaustsfarans fræga. 

Það var Falklands Maritime Heritage Trust sem stóð að leitinni og var notast við suður-afríska ísbrjótinn Agulhas II við leitina.

Sjá myndir af flakinu og viðtöl við vísindamenn sem fundu skipið í spilaranum að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×