Veður

Gul veðurviðvörun á Austfjörðum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búast má við mikilli úrkomu á Austfjörðum í nótt og fyrramálið.
Búast má við mikilli úrkomu á Austfjörðum í nótt og fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti og gildir til hádegis á morgun. Hvergi annars staðar á landinu er veðurviðvörun. 

Búast má við suðaustan hvassviðri eða stormi, vindi á bilinu fimmtán til tuttugu og þremur metrum á sekúndu með talsverðri úrkomu, rigningu á láglendi en slyddu og síðan snjókomu til fjalla.

Þá verður takmarkað skyggni og slæmt ferðaveður á fjallvegum. Fólk er varað við því að vera á ferðinni um landshlutann að nauðsynjalausu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.