Innlent

„Fráveitan hefur ekki undan“

Atli Ísleifsson skrifar
Rignt hefur á suðvesturhorninu í morgun og hitinn verið um fimm stig.
Rignt hefur á suðvesturhorninu í morgun og hitinn verið um fimm stig. Vísir/Vilhelm

Þrjár tilkynningar hafa borist Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um vatnsleka, meðal annars í Hafnarfirði, í morgun.

Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi, en talsverð rigning hefur verið í morgun sem hefur leitt til að snjór hefur víða bráðnað í stórum stíl.

„Fráveitan hefur ekki undan. Þetta er eins og það er. Við eigum von á fleiri tilkynningum en það mun svo stytta upp um hádegi,“ segir varðstjóri.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×