Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Árni Sæberg skrifar 6. mars 2022 12:05 Fuglar voru baðaðir í „Fuglamiðstöð Suðureyrar“ í gær. Auður Steinberg Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Á föstudag uppgötvaðist að olía hafði tekið að leka úr niðurgröfnum olíutanki ofan við sundlaug og grunnskóla Suðureyrar. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, segir að eftirtektarsamir íbúar Suðureyrar hafi fyrst vakið athygli á slysinu því þeir fundu olíulykt. Tankurinn er, eins og allt annað á Suðureyri, á kafi í snjó. Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, segir nánast ólíft hafa verið á svæðinu í gær og fyrradag. „Ég lykta ennþá eins og dísel þó ég hafi farið tvisvar í sturtu síðan í gær,“ segir hún. Þá hefur hún áhyggjur af íbúum sem glíma við öndunarfærasjúkdóma, en nágranni hennar hefur fundið fyrir miklum eymslum í öndunarfærum og getur vart sofið. Auður segir umhverfisslysið hafa verið tilkynnt öllum viðbragðsaðilum sem þarf að tilkynna slíkt en að fátt sé um svör. Algengasta svarið sé að málið verði skoðað eftir helgi. Þá segir hún hverfisráð Suðureyrar segja slysið vera alfarið á ábyrgð Orkubús Vestfjarða, en umræddur tankur er notaður til að kynda bæinn þegar ekki fæst rafmagn frá Landsvirkjun. Hún segir slökkvilið hafa mætt á svæðið en að hún viti ekki hvernig eða hvort það hafi hreinsað olíuna upp. Hún veit þó að ekkert var gert til að koma í veg fyrir það að olía læki í sjóinn. „Þannig að þetta lekur bara óáreitt þarna inn í höfnina. Þar er náttúrulega hellingur af friðuðum fuglum,“ segir Auður. Þurftu að aflífa nokkra fugla en björguðu mörgum Friðaðir æðarfuglar venja komur sínar í höfnina á Suðureyri og hafa margar þeirra farið illa út úr olíulekanum. Æðarkollur útataðar olíu.Auður Steinberg Auður segir æðarfuglana hafa flúð höfnina og að þeir séu komnir upp á vegi og jafnvel upp í hverfi. „Þegar þetta var orðið svo slæmt í gær að þær voru orðnar kolbiksvartar var bara tekin sú ákvörðun að fara að aflífa,“ segir hún. Þar sem æðarfuglar eru friðaðir þurftu íbúar að afla leyfis lögreglu áður en hafist var handa við að lina þjáningar fuglanna. Leyfi var veitt símleiðis og nokkrir fuglar aflífaðir í kjölfarið. Auður segir íbúa þó hafa viljað bjarga því sem bjargað varð og því hefur því sem hún kallar Fuglabjörgunarmiðstöð Suðureyrar verið komið á fót. Dýravinir böðuðu æðarkollur í gær.Auður Steinberg „Við náðum tuttugu og einum fugli í gær sem við böðuðum og þurrkuðum og slíkt,“ segir hún. Auður gagnrýnir að engir opinberir aðilar hafi komið að björgun fuglanna, hvorki Umhverfisstofnun né heilbrigðiseftirlitið hafi nokkuð aðhafst í kjölfar lekans. „Það á bara allt að bíða fram yfir helgi en á meðan eru allir fuglarnir að deyja,“ segir hún. Íbúar Suðureyrar náðu að bjarga 21 fugli í gær.Auður Steinberg
Dýr Ísafjarðarbær Umhverfismál Bensín og olía Fuglar Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira