Opna dyrnar fyrir flóttafólki frá Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 14:42 Óvíst er hve margir flóttamenn frá Úkraínu sæki til Íslands eftir skjóli. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja tiltekna grein Útlendingalaganna sem opnar á móttöku flóttafólks frá Úkraínu án sérstakra ferla. Forsætisráðherra segir um tímabundið leyfi að ræða en aðstæður í Evrópu séu einstakar um þessar mundir. Talið er að ein milljón Úkraínumanna sé þegar á flótta eftir innrás Rússa í landið sem hófst fyrir rúmri viku. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með innanríkisráðherrum ríkja Evrópusambandsins í gær. Þar varð niðurstaðan að þjóðirnar myndu virkja ákvæði til að auðvelda flóttafólki að finna sér tímabundinn samastað. „Þetta eru sérstakar aðstæður sem kallast fjöldaflótti. Við erum auðvitað þegar farin að sjá að það slagar upp í milljón, tala flóttafólks frá Úkraínu. Það þýðir í raun að þessum almennu ferlum er vikið til hliðar og við gerum ráð fyrir að taka á móti því fólki samkvæmt þessu ákvæði um fólk á flótta.“ Snorri Másson ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fólkið geti svo í framhaldinu sótt um varanlegt dvalarleyfi þegar fram líði stundir. „Já, að sjálfsögðu. Þetta er þá tímabundið leyfi. Það er þannig að þetta eru einstakar aðstæður í Evrópu. Það er samhljómur. Svo voru að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Gerum ráð fyrir því að ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta.“ Þá var Katrín spurð út í stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins NATO. „Atlantshafsbandalagið byggir á þeirri forsendu að ef ráðist er á eitt ríki innan bandalagsins þá sé brugðist við því, því til varnar. Nú er Úkraína ekki innan bandalagsins og það er ástæðan fyrir því að Atlantshafsbandalagið hefur ekki beitt sér á sviði hernaðar. Það sem Atlantshafsbandalagið hefur verið að gera er að styrkja varnir bandalagsríkjanna, sérstaklega í austurhluta bandalagsins. Það hefur verið stefna þess hingað til í þessu máli.“ Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Talið er að ein milljón Úkraínumanna sé þegar á flótta eftir innrás Rússa í landið sem hófst fyrir rúmri viku. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fundaði með innanríkisráðherrum ríkja Evrópusambandsins í gær. Þar varð niðurstaðan að þjóðirnar myndu virkja ákvæði til að auðvelda flóttafólki að finna sér tímabundinn samastað. „Þetta eru sérstakar aðstæður sem kallast fjöldaflótti. Við erum auðvitað þegar farin að sjá að það slagar upp í milljón, tala flóttafólks frá Úkraínu. Það þýðir í raun að þessum almennu ferlum er vikið til hliðar og við gerum ráð fyrir að taka á móti því fólki samkvæmt þessu ákvæði um fólk á flótta.“ Snorri Másson ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fólkið geti svo í framhaldinu sótt um varanlegt dvalarleyfi þegar fram líði stundir. „Já, að sjálfsögðu. Þetta er þá tímabundið leyfi. Það er þannig að þetta eru einstakar aðstæður í Evrópu. Það er samhljómur. Svo voru að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Gerum ráð fyrir því að ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta.“ Þá var Katrín spurð út í stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins NATO. „Atlantshafsbandalagið byggir á þeirri forsendu að ef ráðist er á eitt ríki innan bandalagsins þá sé brugðist við því, því til varnar. Nú er Úkraína ekki innan bandalagsins og það er ástæðan fyrir því að Atlantshafsbandalagið hefur ekki beitt sér á sviði hernaðar. Það sem Atlantshafsbandalagið hefur verið að gera er að styrkja varnir bandalagsríkjanna, sérstaklega í austurhluta bandalagsins. Það hefur verið stefna þess hingað til í þessu máli.“
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira