Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2022 12:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásdís Halla Bragadóttir. Samsett Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis sem segir að ráðningin hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Undantekningar eigi ekki við Það er álit umboðsmanns að við stofnun nýja ráðuneytisins hefði orðið til nýtt embætti. Ekki yrði séð að lögbundnar undantekningar frá því að auglýsa það laust til umsóknar, og setja tímabundið í embættið á þeim grundvelli sem ráðuneytið byggði á, ættu við um þá stöðu sem var uppi. Því félli embættið undir lögbundna auglýsingaskyldu. Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar Umboðsmanns Alþingis en tildrög hennar eru sögð vera tilkynning á vef Stjórnarráðsins þar sem greint var frá setningu Ásdísar Höllu í embætti ráðuneytisstjóra. Af hálfu ráðuneytisins var meðal annars byggt á því að ekki hafi verið hægt að auglýsa umrætt embætti fyrr en eftir birtingu forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta sem væri formlegur grundvöllur ráðuneytisins og hins nýja embættis. Þær aðstæður hafi réttlætt tímabundna setningu í embætti ráðuneytisstjóra án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis tekur ekki undir þetta. Áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi lagareglum „Þegar fyrirætlun stjórnvalda um að koma hinu nýja ráðuneyti á fót hafi legið fyrir hefði ráðherra borið að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja starfsemi þess við stofnun. Ef ekki hefði verið nægur tími til að auglýsa embættið og ljúka skipunarferli áður en ráðuneytið tæki formlega til starfa hefðu verið færar leiðir að lögum til bráðabirgðaráðstafana,“ segir í áliti umboðsmanns. „Ólögfest sjónarmið um skyldur stjórnvalda til tafarlausra viðbragða við þessar aðstæður gætu ekki réttlætt ákvörðun ráðherra um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra án auglýsingar með vísan til þeirra sjónarmiða sem ráðuneytið byggði á.“ Umboðsmaður áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi þeim lagareglum sem gilda um veitingu opinberra starfa og embætta og virði þau markmið sem þeim er ætlað að þjóna. Það eigi ekki síst við um ráðuneyti sem fari með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins. Umboðsmaður telur ólíklegt að dómstólar myndu meta setningu ráðuneytisstjórans ógilda. Embættið hafi nú verið auglýst en umboðsmaður mælist til þess að ráðuneytið taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Meðal umsækjenda er Ásdís Halla Bragadóttir. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 3. febrúar 2022 21:34 Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis sem segir að ráðningin hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Undantekningar eigi ekki við Það er álit umboðsmanns að við stofnun nýja ráðuneytisins hefði orðið til nýtt embætti. Ekki yrði séð að lögbundnar undantekningar frá því að auglýsa það laust til umsóknar, og setja tímabundið í embættið á þeim grundvelli sem ráðuneytið byggði á, ættu við um þá stöðu sem var uppi. Því félli embættið undir lögbundna auglýsingaskyldu. Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar Umboðsmanns Alþingis en tildrög hennar eru sögð vera tilkynning á vef Stjórnarráðsins þar sem greint var frá setningu Ásdísar Höllu í embætti ráðuneytisstjóra. Af hálfu ráðuneytisins var meðal annars byggt á því að ekki hafi verið hægt að auglýsa umrætt embætti fyrr en eftir birtingu forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta sem væri formlegur grundvöllur ráðuneytisins og hins nýja embættis. Þær aðstæður hafi réttlætt tímabundna setningu í embætti ráðuneytisstjóra án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis tekur ekki undir þetta. Áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi lagareglum „Þegar fyrirætlun stjórnvalda um að koma hinu nýja ráðuneyti á fót hafi legið fyrir hefði ráðherra borið að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja starfsemi þess við stofnun. Ef ekki hefði verið nægur tími til að auglýsa embættið og ljúka skipunarferli áður en ráðuneytið tæki formlega til starfa hefðu verið færar leiðir að lögum til bráðabirgðaráðstafana,“ segir í áliti umboðsmanns. „Ólögfest sjónarmið um skyldur stjórnvalda til tafarlausra viðbragða við þessar aðstæður gætu ekki réttlætt ákvörðun ráðherra um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra án auglýsingar með vísan til þeirra sjónarmiða sem ráðuneytið byggði á.“ Umboðsmaður áréttar mikilvægi þess að stjórnvöld fylgi þeim lagareglum sem gilda um veitingu opinberra starfa og embætta og virði þau markmið sem þeim er ætlað að þjóna. Það eigi ekki síst við um ráðuneyti sem fari með æðstu stjórn framkvæmdavaldsins. Umboðsmaður telur ólíklegt að dómstólar myndu meta setningu ráðuneytisstjórans ógilda. Embættið hafi nú verið auglýst en umboðsmaður mælist til þess að ráðuneytið taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Meðal umsækjenda er Ásdís Halla Bragadóttir.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 3. febrúar 2022 21:34 Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45 Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11
Svarar umboðsmanni um setningu ráðuneytisstjóra Setning Ásdísar Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu var heimil samkvæmt lögum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins. 3. febrúar 2022 21:34
Umbi vill svör um skipan tveggja ráðuneytisstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent erindi á tvö ráðuneyti þar sem hann vill fá skýringar á skipan og setningu tveggja ráðuneytisstjóra í síðasta mánuði. 1. febrúar 2022 16:45
Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. 31. janúar 2022 18:02