Á fundi sínum í dag ákvað stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að öll félags- og landslið Hvíta Rússlands þurfa að leika heimaleiki sína á hlutlausum velli. KSÍ sagði frá þessu á heimasíðu sinni í dag.
Jafnframt ákvað UEFA að engir áhorfendur verði leyfðir á þeim leikjum sem eru skilgreindir sem heimaleikir Hvíta Rússlands.
Ísland á að mæta Hvíta Rússlandi ytra fimmtudaginn 7. apríl og er því óljóst hvar sá leikur muni fara fram. Ísland mætir Tékklandi síðan þriðjudaginn 12. apríl í Teplice.
Hvíta Rússland má ekki taka á móti stelpunum okkar í apríl

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun ekki þurfa að fara til Hvíta Rússlands til að spila útileik sinn í undankeppni HM en sá leikur á að fara fram í næsta mánði.