Rauðri málningu virðist hafa verið skvett á sendiherrabústaðinn en að sögn lögreglu hefur einungis borist tilkynning um að spreyjað hafi verið á veggina. Vísir/Vilhelm
Skemmdarverk hafa verið unnin á húsi rússneska sendiráðsins við Garðastræti í Reykjavík. Lögreglu barst tilkynning fyrir hádegi í dag um að spreyjað hafi verið á vegg sendiherrabústaðsins.
Einnig hefur borist tilkynning um að eggjum hafi verið kastað í húsið um helgina, að sögn Guðmunds Péturs Guðmundssonar, lögreglufulltrúa á Hverfisgötu.
Rússneskir fjölmiðlar höfðu það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, á mánudag að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfesti þá að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið á sunnudag, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu, sagði að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði.
„Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Yfirlögregluþjónninn tók jafnframt fram að mótmæli við sendiráðið hafi farið friðsamsamlega fram.
Vísir/VilhelmTalið er að þessi skemmdarverk hafi átt sér stað um helgina. Vísir/VilhelmSkilti með úkraínska fánanum hefur verið komið fyrir á móti rússneska sendiráðinu.Vísir/Vilhelm
Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.