Innlent

Gagnsæi bjargað 1.200 tonnum frá urðun

Eiður Þór Árnason skrifar
Sorpa segir að fólk hafi almennt tekið vel í nýju regluna. 
Sorpa segir að fólk hafi almennt tekið vel í nýju regluna.  Aðsend

Urðun hefur dregist saman um 1.200 tonn á ársgrundvelli eftir að fólk var krafið um að mæta með óflokkaðan úrgang í glærum plastpokum á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Að sögn Sorpu hafa skil á óflokkuðum úrgangi til urðunar dregist saman um 18% í kjölfar þess að bannað var að koma með hann í svörtum ruslapokum.

Fram kemur í tilkynningu að stjórnendur Sorpu geri ráð fyrir að árangur af innleiðingu glæru pokanna aukist enn frekar eftir því sem meðvitund um mikilvægi hans eykst.

„Rannsóknir SORPU benda til að rúmlega helmingur alls þess úrgangs sem hingað til hefur verið skilað til urðunar á endurvinnslustöðvum eigi sér aðra og betri endurvinnslufarvegi.“

Glæru pokunum sé ætlað að auðvelda starfsfólki endurvinnslustöðvanna að aðstoða viðskiptavini við að skila endurvinnsluefnunum í réttan farveg. Fordæmi eru fyrir þessu hjá öðrum sveitarfélögum á Norðurlöndunum.

Að sögn Sorpu hafa íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu tekið innleiðingu glæra pokans vel. Samkvæmt verslunum séu nú allt að helmingur seldra poka glærir en voru áður þrjú prósent.


Tengdar fréttir

Glærir rusla­pokar í Sorpu ó­dýrari fyrir sam­fé­lagið

Frá og með 1. júlí næstkomandi munu endurvinnslustöðvar Sorpu hætta að taka við svörtum ruslapokum. Það er gert til að stuðla að aukinni endurvinnslu, endurnotum og til að styðja enn frekar við hringrásarhagkerfið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×