Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:09 Gylfi Þór Þórsteinsson hefur gegnt stöðu forstöðumanns farsóttarhúsanna frá því þeim var komið á fót. Vísir/Vilhelm Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. „Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
„Þetta er búið að vera rússíbanareið frá fyrsta degi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, fráfarandi forstöðumaður farsóttarhúsanna. Í dag eru tvö ár frá því fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi. „Það var þannig að þegar við tókum fyrsta hótelið á leigu, Hótel Lind, og kynntum fyrir starfsfólki þar hvað við værum að fara að gera, þá gengu allir starfsmenn hótelsins út og sögðu upp,“ segir Gylfi. Hann bendir á að á þeim tíma hafi lítið verið vitað um Covid-19 og fjöldi fólks hefði þá þegar látist af völdum sjúkdómsins víða um heim. „Þannig að fyrstu tveir dagarnir fóru í það að ég var að bera upp ísskápa og reyna að búa til farsóttarhús,“ segir Gylfi og bætir við að hann hafi við það notið liðsinnis frábærra sjálfboðaliða. Héldu að Covid væri búið Gylfa er það minnisstætt þegar öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt í sumar. Það var aflétt á miðnætti 25. júní. „Við lokuðum í mánuð og héldum alveg geggjað partý, því við héldum að Covid væri búið.“ Adam hafi hins vegar ekki verið lengi í paradís því mánuði síðar hafi starfsemi farsóttarhúsanna hafist að nýju, upp á dag, en 25. júlí á síðasta ári tók gildi 200 manna samkomubann með tilheyrandi takmörkunum. Hér má sjá Gylfa í fullum farsóttarhússskrúða.Vísir/Vilhelm Hver bylgjan á fætur annarri Gylfi áætlar að á heildina litið hafi um það bil 15 þúsund manns dvalist á farsóttarhúsunum, frá upphafi faraldursins. „Þegar mest var vorum við með sjö hótel í einu, og um 600 manns í einu. En það er fljótt að fenna yfir þetta. Þegar fyrsta bylgjan var búin þá hélt maður að maður myndi aldrei kynnast öðru eins. En svo kom önnur bylgjan, svo þriðja og fjórða. Og þær voru hver annarri stærri.“ Framtíðin alls óráðin Sjálfur segist Gylfi ekki hafa hugmynd hvað taki við hjá sér, eftir að hafa sinnt stöðu forstöðumanns í tvö ár. „Ég var bara ráðinn í þetta verkefni og nú er þessu tveggja til þriggja mánaða verkefni lokið, tveimur árum síðar. Kannski gerist ég aftur hármódel,“ segir Gylfi og hlær. „En ég hef nú unnið við margt og hef mikla reynslu af alls konar, þannig að ég treysti mér í hvað sem er,“ segir Gylfi að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira