Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 11:44 Barn í rólu í íbúðarhverfi í Kænugarði í morgun eftir eldflaugaárás á fjölbýlishús. Forseti Úkraínu sagði að minnsta kosti 137 hermenn hafa fallið í bardögum í gær. Getty Images/Chris McGrath UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950 Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent