Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2022 10:38 Í skilaboðunum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er meðal annars tíundað hvað fólk skuli gera greinist það með Covid-19, nú þegar búið sé að aflétta öllum takmörkunum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. Í skilaboðunum er meðal annars tíundað hvað fólk skuli gera greinist það með Covid-19, nú þegar búið er að afnema einangrun, og hvernig rannsóknum til greiningar á sjúkdómnum verði háttað. Þórólfur segir að þó að öllum aðgerðum hafi verið aflétt þá sé faraldurinn enn í mikilli útbreiðslu. Alvarlegar afleiðingar sjúkdómsins séu þó fátíðar. Hann segir að því áfram mikilvægt að allir hugi vel að ýmsum atriðum sem lúti að greiningu, meðferð og sýkingavörnum til að lágmarka eins og kostur sé stjórnlausa útbreiðslu faraldursins og alvarlegar afleiðingar hans. Sóttvarnalæknir segir að á næstu dögum verði uppfærðar ýmsar leiðbeiningar sem varða sjúkdóminn bæði á síðunni covid.is og á heimasíðu landlæknis. Hvað skal gera þegar maður greinst með Covid-19? Þórólfur segir meðal annars að með afléttingu allra takmarkana gegn Covid-19 þá hafi skylda þeirra sem greinast með sjúkdóminn til að dvelja í einangrun einnig verið afnumin. „Fólk sem greinist með COVID-19 og er með öndunarfæraeinkenni og hita er beðið um að halda sig til hlés í a.m.k. fimm daga frá greiningu og styðjast þá við leiðbeiningar um einangrun í heimahúsi. Þeir sem greinast en eru með lítil eða engin einkenni og hitalausir, eru hins vegar beðnir um að fara eftir leiðbeiningum um smitgát. Þau sem greinast með COVID-19 eru beðin að upplýsa þá einstaklinga sem þau voru í nánd við í 1-2 daga áður en einkenni þeirra hófust eða greining var gerð þar sem aðrir gætu hugsanlega hafa smitast,“ segir sóttvarnalæknir. Að neðan má lesa þau atriði sem sóttvarnalæknir segir mikilvægt að koma á framfæri við almenning á þessum tímapunkti. 1. Rannsóknir til greiningar á COVID-19 Ákveðið hefur verið að bjóða upp á hraðgreiningapróf í stað PCR prófs til greiningar á COVID-19. Á núverandi stað í faraldrinum eru hraðgreiningapróf talin uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til greiningar á sjúkdómnum. Þeir sem eru með einkenni sem bent geta til COVID-19 geta áfram pantað sýnatöku í Heilsuveru og einnig hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á hraðgreiningapróf. Í flestum tilfellum verða rannsóknirnar gerðar með hraðgreiningaprófum og munu niðurstöður liggja fyrir skömmu síðar. Ekki þarf að staðfesta niðurstöðu hraðgreiningaprófa með PCR prófi og eru þau fólki að kostnaðarlausu. Nokkrar heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni kjósa að bjóða áfram upp á PCR próf í stað hraðgreiningaprófa og má fólk þá búast við að lengri tíma taki að fá niðurstöður. Nokkuð er um að fólk taki sjálft hraðpróf (sjálfspróf) heima eða á sínum vinnustöðum og dugar jákvæð niðurstaða prófanna til að greina COVID-19. Ef greininguna á að skrá í opinbera grunna og sjúkraskrá þá þarf hins vegar að staðfesta hana með hraðgreiningaprófi hjá heilsugæslunni eða á viðurkenndum einkareknum stöðum, eða með PCR prófi. 2. Einstaklingsbundnar sýkingavarnir Þó að öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum hafi nú verið aflétt, þá er mikilvægt að allir viðhafi sem mest einstaklingsbundnar sýkingavarnir. Í einstaklingsbundnum sýkingavörnum felst að viðhalda sem mest eins metra fjarlægð á milli ótengdra aðila, nota andlitsgrímur í fjölmenni og þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægð, huga vel að handhreinsun og nota handspritt, og huga vel að loftræstingu. 3. Einangrun Með afléttingu allra takmarkana gegn COVID-19 þá er skylda þeirra sem greinast með sjúkdóminn til að dvelja í einangrun einnig afnumin. Fólk sem greinist með COVID-19 og er með öndunarfæraeinkenni og hita er beðið um að halda sig til hlés í a.m.k. fimm daga frá greiningu og styðjast þá við leiðbeiningar um einangrun í heimahúsi. Þeir sem greinast en eru með lítil eða engin einkenni og hitalausir, eru hins vegar beðnir um að fara eftir leiðbeiningum um smitgát. Þau sem greinast með COVID-19 eru beðin að upplýsa þá einstaklinga sem þau voru í nánd við í 1-2 daga áður en einkenni þeirra hófust eða greining var gerð þar sem aðrir gætu hugsanlega hafa smitast. Þessir einstaklingar teljast útsettir (sjá lið 4 hér fyrir neðan). 4. Sóttkví og smitgát Sóttkví var aflögð með reglugerðarbreytingu þann 12. febrúar sl. og þess í stað voru útsettir einstaklingar hvattir til að viðhafa smitgát í 5 daga. Áfram eru útsettir einstaklingar hvattir til að fara eftir leiðbeiningum um smitgát og fara eftir tilmælum um einangrun eða fara í hraðgreiningarpróf ef þeir fá einkenni á fyrstu viku sem bent geta til COVID-19. 5. Leiðbeiningar til þeirra sem greinast með COVID-19 Þeir sem að greinast með COVID-19 er hvattir til að fara eftir leiðbeiningum um einangrun sem koma fram í lið 3 hér að ofan. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, í samvinnu við sóttvarnalækni, mun á næstunni gefa út frekari leiðbeiningar til þeirra sem eru veikir en þar má finna almenn ráð til þeirra sem dvelja heima og einnig leiðbeiningar um hvenær og hvernig nálgast má heilbrigðiskerfið vegna veikindanna. 6. Vottorð vegna veikinda af völdum COVID-19 Rannsóknarniðurstöður og vottorð um jákvæð COVID-19 próf verða send til einstaklinga. Vottorð um tímabil veikinda vegna COVID-19 t.d. vegna fjarveru frá vinnu eða skóla þarf að fá hjá lækni eins og vottorð fyrir önnur veikindi. Biðlað er til atvinnurekenda og skólastjórnenda að sýna skilning á að fólk sé heima í veikindum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Í skilaboðunum er meðal annars tíundað hvað fólk skuli gera greinist það með Covid-19, nú þegar búið er að afnema einangrun, og hvernig rannsóknum til greiningar á sjúkdómnum verði háttað. Þórólfur segir að þó að öllum aðgerðum hafi verið aflétt þá sé faraldurinn enn í mikilli útbreiðslu. Alvarlegar afleiðingar sjúkdómsins séu þó fátíðar. Hann segir að því áfram mikilvægt að allir hugi vel að ýmsum atriðum sem lúti að greiningu, meðferð og sýkingavörnum til að lágmarka eins og kostur sé stjórnlausa útbreiðslu faraldursins og alvarlegar afleiðingar hans. Sóttvarnalæknir segir að á næstu dögum verði uppfærðar ýmsar leiðbeiningar sem varða sjúkdóminn bæði á síðunni covid.is og á heimasíðu landlæknis. Hvað skal gera þegar maður greinst með Covid-19? Þórólfur segir meðal annars að með afléttingu allra takmarkana gegn Covid-19 þá hafi skylda þeirra sem greinast með sjúkdóminn til að dvelja í einangrun einnig verið afnumin. „Fólk sem greinist með COVID-19 og er með öndunarfæraeinkenni og hita er beðið um að halda sig til hlés í a.m.k. fimm daga frá greiningu og styðjast þá við leiðbeiningar um einangrun í heimahúsi. Þeir sem greinast en eru með lítil eða engin einkenni og hitalausir, eru hins vegar beðnir um að fara eftir leiðbeiningum um smitgát. Þau sem greinast með COVID-19 eru beðin að upplýsa þá einstaklinga sem þau voru í nánd við í 1-2 daga áður en einkenni þeirra hófust eða greining var gerð þar sem aðrir gætu hugsanlega hafa smitast,“ segir sóttvarnalæknir. Að neðan má lesa þau atriði sem sóttvarnalæknir segir mikilvægt að koma á framfæri við almenning á þessum tímapunkti. 1. Rannsóknir til greiningar á COVID-19 Ákveðið hefur verið að bjóða upp á hraðgreiningapróf í stað PCR prófs til greiningar á COVID-19. Á núverandi stað í faraldrinum eru hraðgreiningapróf talin uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til greiningar á sjúkdómnum. Þeir sem eru með einkenni sem bent geta til COVID-19 geta áfram pantað sýnatöku í Heilsuveru og einnig hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á hraðgreiningapróf. Í flestum tilfellum verða rannsóknirnar gerðar með hraðgreiningaprófum og munu niðurstöður liggja fyrir skömmu síðar. Ekki þarf að staðfesta niðurstöðu hraðgreiningaprófa með PCR prófi og eru þau fólki að kostnaðarlausu. Nokkrar heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni kjósa að bjóða áfram upp á PCR próf í stað hraðgreiningaprófa og má fólk þá búast við að lengri tíma taki að fá niðurstöður. Nokkuð er um að fólk taki sjálft hraðpróf (sjálfspróf) heima eða á sínum vinnustöðum og dugar jákvæð niðurstaða prófanna til að greina COVID-19. Ef greininguna á að skrá í opinbera grunna og sjúkraskrá þá þarf hins vegar að staðfesta hana með hraðgreiningaprófi hjá heilsugæslunni eða á viðurkenndum einkareknum stöðum, eða með PCR prófi. 2. Einstaklingsbundnar sýkingavarnir Þó að öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum hafi nú verið aflétt, þá er mikilvægt að allir viðhafi sem mest einstaklingsbundnar sýkingavarnir. Í einstaklingsbundnum sýkingavörnum felst að viðhalda sem mest eins metra fjarlægð á milli ótengdra aðila, nota andlitsgrímur í fjölmenni og þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægð, huga vel að handhreinsun og nota handspritt, og huga vel að loftræstingu. 3. Einangrun Með afléttingu allra takmarkana gegn COVID-19 þá er skylda þeirra sem greinast með sjúkdóminn til að dvelja í einangrun einnig afnumin. Fólk sem greinist með COVID-19 og er með öndunarfæraeinkenni og hita er beðið um að halda sig til hlés í a.m.k. fimm daga frá greiningu og styðjast þá við leiðbeiningar um einangrun í heimahúsi. Þeir sem greinast en eru með lítil eða engin einkenni og hitalausir, eru hins vegar beðnir um að fara eftir leiðbeiningum um smitgát. Þau sem greinast með COVID-19 eru beðin að upplýsa þá einstaklinga sem þau voru í nánd við í 1-2 daga áður en einkenni þeirra hófust eða greining var gerð þar sem aðrir gætu hugsanlega hafa smitast. Þessir einstaklingar teljast útsettir (sjá lið 4 hér fyrir neðan). 4. Sóttkví og smitgát Sóttkví var aflögð með reglugerðarbreytingu þann 12. febrúar sl. og þess í stað voru útsettir einstaklingar hvattir til að viðhafa smitgát í 5 daga. Áfram eru útsettir einstaklingar hvattir til að fara eftir leiðbeiningum um smitgát og fara eftir tilmælum um einangrun eða fara í hraðgreiningarpróf ef þeir fá einkenni á fyrstu viku sem bent geta til COVID-19. 5. Leiðbeiningar til þeirra sem greinast með COVID-19 Þeir sem að greinast með COVID-19 er hvattir til að fara eftir leiðbeiningum um einangrun sem koma fram í lið 3 hér að ofan. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, í samvinnu við sóttvarnalækni, mun á næstunni gefa út frekari leiðbeiningar til þeirra sem eru veikir en þar má finna almenn ráð til þeirra sem dvelja heima og einnig leiðbeiningar um hvenær og hvernig nálgast má heilbrigðiskerfið vegna veikindanna. 6. Vottorð vegna veikinda af völdum COVID-19 Rannsóknarniðurstöður og vottorð um jákvæð COVID-19 próf verða send til einstaklinga. Vottorð um tímabil veikinda vegna COVID-19 t.d. vegna fjarveru frá vinnu eða skóla þarf að fá hjá lækni eins og vottorð fyrir önnur veikindi. Biðlað er til atvinnurekenda og skólastjórnenda að sýna skilning á að fólk sé heima í veikindum.
1. Rannsóknir til greiningar á COVID-19 Ákveðið hefur verið að bjóða upp á hraðgreiningapróf í stað PCR prófs til greiningar á COVID-19. Á núverandi stað í faraldrinum eru hraðgreiningapróf talin uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til greiningar á sjúkdómnum. Þeir sem eru með einkenni sem bent geta til COVID-19 geta áfram pantað sýnatöku í Heilsuveru og einnig hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á hraðgreiningapróf. Í flestum tilfellum verða rannsóknirnar gerðar með hraðgreiningaprófum og munu niðurstöður liggja fyrir skömmu síðar. Ekki þarf að staðfesta niðurstöðu hraðgreiningaprófa með PCR prófi og eru þau fólki að kostnaðarlausu. Nokkrar heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni kjósa að bjóða áfram upp á PCR próf í stað hraðgreiningaprófa og má fólk þá búast við að lengri tíma taki að fá niðurstöður. Nokkuð er um að fólk taki sjálft hraðpróf (sjálfspróf) heima eða á sínum vinnustöðum og dugar jákvæð niðurstaða prófanna til að greina COVID-19. Ef greininguna á að skrá í opinbera grunna og sjúkraskrá þá þarf hins vegar að staðfesta hana með hraðgreiningaprófi hjá heilsugæslunni eða á viðurkenndum einkareknum stöðum, eða með PCR prófi. 2. Einstaklingsbundnar sýkingavarnir Þó að öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum hafi nú verið aflétt, þá er mikilvægt að allir viðhafi sem mest einstaklingsbundnar sýkingavarnir. Í einstaklingsbundnum sýkingavörnum felst að viðhalda sem mest eins metra fjarlægð á milli ótengdra aðila, nota andlitsgrímur í fjölmenni og þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægð, huga vel að handhreinsun og nota handspritt, og huga vel að loftræstingu. 3. Einangrun Með afléttingu allra takmarkana gegn COVID-19 þá er skylda þeirra sem greinast með sjúkdóminn til að dvelja í einangrun einnig afnumin. Fólk sem greinist með COVID-19 og er með öndunarfæraeinkenni og hita er beðið um að halda sig til hlés í a.m.k. fimm daga frá greiningu og styðjast þá við leiðbeiningar um einangrun í heimahúsi. Þeir sem greinast en eru með lítil eða engin einkenni og hitalausir, eru hins vegar beðnir um að fara eftir leiðbeiningum um smitgát. Þau sem greinast með COVID-19 eru beðin að upplýsa þá einstaklinga sem þau voru í nánd við í 1-2 daga áður en einkenni þeirra hófust eða greining var gerð þar sem aðrir gætu hugsanlega hafa smitast. Þessir einstaklingar teljast útsettir (sjá lið 4 hér fyrir neðan). 4. Sóttkví og smitgát Sóttkví var aflögð með reglugerðarbreytingu þann 12. febrúar sl. og þess í stað voru útsettir einstaklingar hvattir til að viðhafa smitgát í 5 daga. Áfram eru útsettir einstaklingar hvattir til að fara eftir leiðbeiningum um smitgát og fara eftir tilmælum um einangrun eða fara í hraðgreiningarpróf ef þeir fá einkenni á fyrstu viku sem bent geta til COVID-19. 5. Leiðbeiningar til þeirra sem greinast með COVID-19 Þeir sem að greinast með COVID-19 er hvattir til að fara eftir leiðbeiningum um einangrun sem koma fram í lið 3 hér að ofan. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, í samvinnu við sóttvarnalækni, mun á næstunni gefa út frekari leiðbeiningar til þeirra sem eru veikir en þar má finna almenn ráð til þeirra sem dvelja heima og einnig leiðbeiningar um hvenær og hvernig nálgast má heilbrigðiskerfið vegna veikindanna. 6. Vottorð vegna veikinda af völdum COVID-19 Rannsóknarniðurstöður og vottorð um jákvæð COVID-19 próf verða send til einstaklinga. Vottorð um tímabil veikinda vegna COVID-19 t.d. vegna fjarveru frá vinnu eða skóla þarf að fá hjá lækni eins og vottorð fyrir önnur veikindi. Biðlað er til atvinnurekenda og skólastjórnenda að sýna skilning á að fólk sé heima í veikindum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00