Innlent

Allt í lagi að kíkja á djammið annað kvöld — í galla

Snorri Másson skrifar
Fólk að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur að næturlagi.
Fólk að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur að næturlagi. Vísir/Kolbeinn Tumi

Á miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, hvort tveggja innanlands og á landamærum. Það þýðir að skemmtistaðir geta opnað á fullum afköstum fram á nótt í fyrsta sinn frá því í júlí.

Þeir sem leggja leið sína í miðbæinn munu þó vilja vera vel klæddir ef marka má Harald Ólafsson veðurfræðing sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. 

„Um kvöldið verður veðrið gengið yfir og það verður ekkert skaðræðisveður. Það verður hálfgert leiðindaveður en ef menn bara galla sig þá er það í lagi,“ segir Haraldur.

Haraldur lýsti því að lægðin komi hingað úr suðvestri og þá hvessi á öllu landinu. Þessu fylgir rok og stormur - sem byrjar fyrst með snjókomu en fer yfir í rigningu þegar hlýnar.

Veðrið verður að sögn Haraldar með þeim hætti að fólki sé ráðlagt að fara ekki í ferðalög, en sem segir má ætla að það verði gengið niður síðdegis og um kvöldið á norðan- og austanverðu landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×