María valdi á sínum tíma að spila fyrir norska landsliðið en ekki það íslenska en faðir hennar er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson sem er þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.
María lék sinn 57. landsleik fyrir Noreg í gær en hennar fyrsti A-landsleikur kom á móti Íslandi 6. mars 2015.
Ingrid Syrstad Engen leikmaður Barcelona, var fyrirliði norska liðsins í leiknum í gær en þegar hún fór af velli á 80. mínútu þá tók María við fyrirliðabandinu og bar það síðustu tíu mínútur leiksins.
„Frábær sigur, hreint mark og sérstök stund sem ég er mjög stolt af en ég fékk að bera þetta fyrirliðaband í leiknum,“ skrifaði María á Instagram og birti mynd af sér með bandið.
María var reyndar nálægt því að skora með bandið en markvörður Portúgala varði skalla frá hneni eftir horn mínútu fyrir leikslok.