Feginn að losna við grímuna: „Pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið“ Snorri Másson skrifar 23. febrúar 2022 21:45 Sigfús Sigurðsson, fisksali og handboltahetja, er feginn að geta loks fellt grímuna. Vísir/Egill Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt á miðnætti annað kvöld. Forsætisráðherra segir þjóðina vera að endurheimta eðlilegt líf eftir faraldurinn en sóttvarnalæknir minnir enn á að þetta sé ekki alveg búið. Almenningur er sáttur ef marka má lítið úrtak fréttastofu. Það var líklega fáum brugðið þegar ráðamenn fluttu landsmönnum margboðuð tíðindi um allsherjarafléttingu sóttvarnartakmarkana í hversdagslegu spjalli í Ráðherrabústaðnum í hádeginu í dag. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf og erum komin á þann stað að við teljum okkur geta lifað með þessari veiru,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Munum ekki geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma Þetta er í annað skipti sem öllu er aflétt - síðast var það gert í lok júní á síðasta ári. Þá benti Þórólfur Guðnason réttilega á að þetta væri ekki alveg búið. „Það var sumum sem fannst ég vera leiðinlegi gaurinn en öðrum sem fannst ég bara góði og skemmtilegi gæinn. Ég bara minni á að þetta er ekki alveg búið. Í fyrsta lagi er bylgjan ekki búin, við höfum ekki náð hápunkti í henni og þurfum að huga að því hvort komi aðrar bylgjur með öðrum afbrigðum. Að því leyti er þetta ekki búið en við erum betur stödd núna en síðast þegar ég hafði þessi varnaðarorð,“ segir Þórólfur. „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ var haft eftir Þórólfi þegar öllu var aflétt 26. júní 2021.Vísir/Egill Heilsugæslan er hætt að taka PCR-próf á Suðurlandsbraut og hefur skipt yfir í hraðpróf. Slík próf getur maður líka tekið hjá einkaaðilum og ef maður greinist er maður ekki sendur áfram í PCR. Maður sér síðan sjálfur um að einangra sig. „Það er mælst til þess að fólk verði heima og ég held að allir hafi bara svolítið gott af því ef þeir finna fyrir einkennum að fara vel með sig og vera heima á meðan þeir eru veikir,“ segir Ragnheiður Ósk. Þórólfur minnir á að fólk þurfi enn að passa sig. „Það er fullt af öðrum sýkingum sem fólk getur fengið og veikst alvarlega, þannig að við munum aldrei geta komið í veg fyrir það. En ég held að við séum að gera þetta eins vel og mögulegt er, en við munum aldrei geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Löngu orðið tímabært Almenningur virðist sáttur með breytingarnar, þótt sumir lýsi yfir áhyggjum af viðkvæmari hópum. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Löngu orðið tímabært. Ég er með rekstur og ég ferðast mikið, og nú finnst mér ég vera bara frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Ég er að fara til London á föstudaginn að sjá mína menn í Liverpool taka Chelsea á Wembley. Það er bara þannig,“ segir Ólafur Geir Magnússon. Sigfús Sigurðsson, fisksali og handboltahetja, segist feginn að geta fellt grímuna loksins: „Dóttir mín sem er að verða níu ára horfir stundum á mig og segir pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið. Það er ekki mjög sexý.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Það var líklega fáum brugðið þegar ráðamenn fluttu landsmönnum margboðuð tíðindi um allsherjarafléttingu sóttvarnartakmarkana í hversdagslegu spjalli í Ráðherrabústaðnum í hádeginu í dag. „Við erum að endurheimta eðlilegt líf og erum komin á þann stað að við teljum okkur geta lifað með þessari veiru,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Munum ekki geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma Þetta er í annað skipti sem öllu er aflétt - síðast var það gert í lok júní á síðasta ári. Þá benti Þórólfur Guðnason réttilega á að þetta væri ekki alveg búið. „Það var sumum sem fannst ég vera leiðinlegi gaurinn en öðrum sem fannst ég bara góði og skemmtilegi gæinn. Ég bara minni á að þetta er ekki alveg búið. Í fyrsta lagi er bylgjan ekki búin, við höfum ekki náð hápunkti í henni og þurfum að huga að því hvort komi aðrar bylgjur með öðrum afbrigðum. Að því leyti er þetta ekki búið en við erum betur stödd núna en síðast þegar ég hafði þessi varnaðarorð,“ segir Þórólfur. „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ var haft eftir Þórólfi þegar öllu var aflétt 26. júní 2021.Vísir/Egill Heilsugæslan er hætt að taka PCR-próf á Suðurlandsbraut og hefur skipt yfir í hraðpróf. Slík próf getur maður líka tekið hjá einkaaðilum og ef maður greinist er maður ekki sendur áfram í PCR. Maður sér síðan sjálfur um að einangra sig. „Það er mælst til þess að fólk verði heima og ég held að allir hafi bara svolítið gott af því ef þeir finna fyrir einkennum að fara vel með sig og vera heima á meðan þeir eru veikir,“ segir Ragnheiður Ósk. Þórólfur minnir á að fólk þurfi enn að passa sig. „Það er fullt af öðrum sýkingum sem fólk getur fengið og veikst alvarlega, þannig að við munum aldrei geta komið í veg fyrir það. En ég held að við séum að gera þetta eins vel og mögulegt er, en við munum aldrei geta komið í veg fyrir allar afleiðingar allra smitsjúkdóma. Það er alveg ljóst,“ segir Þórólfur. Löngu orðið tímabært Almenningur virðist sáttur með breytingarnar, þótt sumir lýsi yfir áhyggjum af viðkvæmari hópum. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Löngu orðið tímabært. Ég er með rekstur og ég ferðast mikið, og nú finnst mér ég vera bara frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Ég er að fara til London á föstudaginn að sjá mína menn í Liverpool taka Chelsea á Wembley. Það er bara þannig,“ segir Ólafur Geir Magnússon. Sigfús Sigurðsson, fisksali og handboltahetja, segist feginn að geta fellt grímuna loksins: „Dóttir mín sem er að verða níu ára horfir stundum á mig og segir pabbi, þú ert kominn með flösu á nefið. Það er ekki mjög sexý.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23. febrúar 2022 13:27
Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05
Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01