Innlent

Óbólu­settir gætu á­fram sætt tak­mörkunum við landa­mærin

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Málið verður rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið en starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta hefur komið að því. 
Málið verður rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið en starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta hefur komið að því.  vísir/vilhelm

Lang­tíma­fyrir­komulag sótt­varna á landa­mærum verður til um­ræðu á ríkis­stjórnar­fundi á morgun. Þar má vænta mikilla til­slakana og jafn­vel al­gerra af­léttinga fyrir bólu­setta. Nokkrar út­færslur eru til skoðunar en sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólu­setta sem koma inn í landið.

Við gildandi reglur verða bólu­settir Ís­lendingar að fara í sýna­töku innan við 48 klukku­stundum eftir komuna til landsins. Bólu­settir ferða­menn verða þá að fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flug­vél eða skip á leið til landsins.

Óbólu­settir verða hins vegar að fara í fimm daga sótt­kví við komuna til landsins. Þessar reglur renna út á mánu­daginn eftir slétta viku, þann 28. febrúar.

Starfs­hópur á vegum fjögurra ráðu­neyta, for­sætis­ráðu­neytis, heil­brigðis­ráðu­neytis, utan­ríkis­ráðu­neytis og dóms­mála­ráðu­neytis hefur undan­farið unnið að til­lögum um fyrir­komu­lag á landa­mærum fyrir vorið. Sá hópur hefur skilað af sér og verða niður­stöður hans til um­ræðu á ríkis­stjórnar­fundi á morgun.

Hér er ekki um að ræða til­lögur í formi minnisblaðs frá sótt­varna­lækni en hann hefur ekki komið að vinnu hópsins. Í niður­stöðunum eru nokkrar leiðir teknar til um­fjöllunar.

Heimildir frétta­stofu herma að það verði lík­legasta lendingin að af­nema allar helstu tak­markanir við landa­mærin en ríkis­stjórnin muni ræða það hvort halda eigi tak­mörkunum fyrir óbólu­setta.

Það myndi þá duga að framvísa gildu bólu­setningar­vott­orði til að komast inn í landið án þess að fara í PCR-próf í næstu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×