Innlent

Arna og Álfur vilja verða for­maður Sam­takanna '78

Árni Sæberg skrifar
Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason sækjast eftir formannssætinu.
Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason sækjast eftir formannssætinu. Samtökin '78

Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason sækjast eftir því að verða formaður Samtakanna '78, félags hinsegin fólks á Íslandi. Kosið verður 6. mars næstkomandi en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst á skrifstofu Samtakanna ’78 á morgun.

Arna Magnea Danks, leikkona, áhættuleikstjóri og kennari, og Álfur Birkir Bjarnason, landvörður og líffræðinemi sækjast eftir formannssætinu en núverandi formaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, gefur ekki kost á sér að nýju eftir þriggja ára formannssetu.

Ásamt þeim Örnu og Álfi sækjast fimm eftir þremur sætum í stjórn samtakanna. Þau eru:

  • Anna Íris Pétursdóttir
  • Ásgeir Ásgeirsson
  • Bjarndís Helga Tómasdóttir
  • Mars M. Proppé
  • Vera Illugadóttir
Þau sækjast eftir formanns- og stjórnarsætum í Samtökunum '78.Samtökin '78

Helgina 5. og 6. mars standa samtökin fyrir Landsþingi hinsegin fólks. Þar verður fjöldi viðburða, málstofa og erinda, og eru öll hjartanlega velkomin, að því er segir í tilkynningu frá Samtökunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×