Vilja að fyrirtæki sem greiddu sér út arð endurgreiði ríkinu styrki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. febrúar 2022 11:56 Ragnar Þór situr í miðstjórn Alþýðusambandsins. vísir/vilhelm Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Alþýðusambandið lagði áherslu á það í faraldrinum að ríkið myndi setja fyrirtækjum ströng skilyrði áður en þau gætu sótt sér styrki. Slík skilyrði voru sett fyrir hlutabótaleiðinni en sambandið gagnrýnir nú mjög að það sama hafi ekki gilt um aðra styrki og stuðning til fyrirtækja eins og til dæmis lokunarstyrki, tekjufallsstyrki og frestanir á opinberum gjöldum. Og nú vill verkalýðshreyfingin að það verði kortlagt nákvæmlega hvaða fyrirtæki nýttu sér styrkina og hversu mikið. Fengu styrki og hækkuðu laun stjórnenda „Ég tala nú ekki um í ljósi þess að nú er áætlað að fyrirtæki muni greiða um tvö hundruð milljarða í arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa núna á þessu ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og annar varaforseti miðstjórnar Alþýðusambandsins. Eðlilegast væri að einhver fyrirtæki yrðu krafin um að endurgreiða ríkinu þá styrki sem þau nýttu sér. „Ef það kemur í ljós að fyrirtæki sem að eru einmitt að greiða sér út háar arðgreiðslur, setja upp einhver bónuskerfi eða hækka laun stjórnenda um margfalt það sem þau telja vera eðlilegt að gerist á almennum vinnumarkaði að við getum gert þá kröfu að þessir styrkir verði þá bara endurgreiddir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að afar ströng skilyrði séu alltaf sett á alla aðstoð sem einstaklingar geti sótt sér frá ríkinu, til dæmis atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og sértæk úrræði í faraldrinum eins og frystingu lána. „Og við erum bara að krefjast þess að það sama gangi yfir alla. Og þetta þarf að vera uppi á borðum. Það er nauðsynlegt að fólk almennt, bara almenningur í landinu, sé með það alveg á hreinu hvert þessir styrkir fóru upp á krónu og hvaða fyrirtæki fengu þessa styrki og hversu mikið,“ segir Ragnar Þór. Stéttarfélög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Alþýðusambandið lagði áherslu á það í faraldrinum að ríkið myndi setja fyrirtækjum ströng skilyrði áður en þau gætu sótt sér styrki. Slík skilyrði voru sett fyrir hlutabótaleiðinni en sambandið gagnrýnir nú mjög að það sama hafi ekki gilt um aðra styrki og stuðning til fyrirtækja eins og til dæmis lokunarstyrki, tekjufallsstyrki og frestanir á opinberum gjöldum. Og nú vill verkalýðshreyfingin að það verði kortlagt nákvæmlega hvaða fyrirtæki nýttu sér styrkina og hversu mikið. Fengu styrki og hækkuðu laun stjórnenda „Ég tala nú ekki um í ljósi þess að nú er áætlað að fyrirtæki muni greiða um tvö hundruð milljarða í arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa núna á þessu ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og annar varaforseti miðstjórnar Alþýðusambandsins. Eðlilegast væri að einhver fyrirtæki yrðu krafin um að endurgreiða ríkinu þá styrki sem þau nýttu sér. „Ef það kemur í ljós að fyrirtæki sem að eru einmitt að greiða sér út háar arðgreiðslur, setja upp einhver bónuskerfi eða hækka laun stjórnenda um margfalt það sem þau telja vera eðlilegt að gerist á almennum vinnumarkaði að við getum gert þá kröfu að þessir styrkir verði þá bara endurgreiddir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að afar ströng skilyrði séu alltaf sett á alla aðstoð sem einstaklingar geti sótt sér frá ríkinu, til dæmis atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og sértæk úrræði í faraldrinum eins og frystingu lána. „Og við erum bara að krefjast þess að það sama gangi yfir alla. Og þetta þarf að vera uppi á borðum. Það er nauðsynlegt að fólk almennt, bara almenningur í landinu, sé með það alveg á hreinu hvert þessir styrkir fóru upp á krónu og hvaða fyrirtæki fengu þessa styrki og hversu mikið,“ segir Ragnar Þór.
Stéttarfélög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26