Innlent

Hefur skipað starfs­hóp um um­bætur á hús­næðis­markaði

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
visir-img
Foto: Hanna Andrésdóttir

For­­sætis­ráð­herra hefur nú skipað starfs­hóp um um­­bætur á hús­­næðis­­markaði. Starfs­hópnum ber að kynna til­­lögur að að­­gerðum á markaðinum fyrir þann 30. apríl næst­komandi.

Verkefni hópsins eru að fjalla um leiðir til að auka framboð og stöðugleika á húsnæðismarkaði til að mæta uppsafnaðari og fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa, bæði til lengri og skemmri tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Í tilkynningunni segir að starfshópnum beri að kynna stjórnvöldum og samtökum á vinnumarkaði „heildstæða lausn á viðfangsefnum sínum og tillögur að aðgerðum“ fyrir 30. apríl á þessu ári.

Forsætisráðherra sagði í samtali við frétastofu í síðustu viku húsnæðisskort blasa við og grípa þyrfti til aðgerða til að auka framboðið. Verkefni hópsins verði sérstaklega að horfa á framboðshliðina og skoða stöðu þeirra sem höllustum fæti standa þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.

Eftirfarandi skipa starfshóp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra:

 • Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður, án tilnefningar
 • Gísli Gíslason, formaður, án tilnefningar
 • Henný Hinz, f.h. forsætisráðherra
 • Ingilín Kristmannsdóttir, f.h. innviðaráðherra
 • Ólafur Heiðar Helgason, f.h. fjármála- og efnahagsráðherra
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, f.h. félags- og vinnumarkaðsráðherra
 • Regína Ásvaldsdóttir, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga
 • Fannar Jónasson, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga
 • Eyjólfur Árni Rafnsson, f.h. Samtaka atvinnulífsins
 • Bjarni Þór Sigurðsson, f.h. Alþýðusambands Íslands
 • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, f.h. BSRB, BHM og KÍ

Tengdar fréttir

Átakshópur í húsnæðismálum skilar tillögum í apríl

Átakshópur á vegum þjóðhagsráðs verður endurvakinn og á að skila tillögum að lausnum í húsnæðismálum í apríl. Forsætisráðherra segir húsnæðisskort blasa við og grípa þurfi til aðgerða til að auka fraboðið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.